Framkvæmdir í Norðurfirði
24.08.2007
Nú er nýlokið framkvæmdum í skála FÍ í Norðurfirði á Ströndum þar sem unnið var að lagfæringum og endurbótum á hlöðunni sem mun nýtast fyrir dagsferðar hópa sem og sem gistipláss. Fóstrahópur skálans undir styrkri stjórn Jóhönnu Gestsdóttur endurnýjaði allt gólf í hlöðunni og má sjá myndir úr vinnuferðinni á myndasíðu FÍ. Umferð hefur verið mikil í skálann í Norðurfirði í sumar og hefur skálavörðurinn Áslaug Halla Guðmundsdóttir staðið vaktina af mikilli samviskusemi en hún er elsti skálavörður FÍ 78 ára gömul en sjaldan verið sprækari. Sjá myndir




