Þjórsárver - dagsferð á sunnudag
09.08.2007
Hín sívinsæla dagsferð FÍ í Þjórsárver er nk sunnudag. Þá verður lagt af stað frá Reykjavík kl. 8 og ekið í Þúfuver og Eyvindakofaver og á Biskupsþúfu. Komið er til baka á sunnudagskvöldi. Ferðin er farin í samstarfi við Landvernd og eru fararstjórar þau Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Gísli Már Gíslason prófessorar við HÍ. Skráning er á skrifstofu FÍ fyrir kl. 12 á föstudag. Á laugardag kl. 13 munu fararstjórar fara yfir ferðina og segja frá svæðinu í máli og myndum í Risinu í Mörkinni 6, gengið er inn um aðalinngang á skrifstofu FÍ og upp stigann í Risið.