Ferðafélag Íslands 80 ára
20.11.2007
Ferðafélag Íslands verður 80 ára 27. nóvember nk. Félagið var stofnað þann dag árið 1927 í Eimskipafélagshúsinu. Í tilefni afmælisins verður boðið til afmælisveislu í sal félagsins Mörkinni 6 á afmælisdeginum frá kl. 18.00 - 20.00. Allir félagsmenn, vinir og velunnarar eru velkomnir í kaffi og vöfflur. Í tilefni afmælisins verða hér á heimasíðunni birtar myndir úr sögu félagsins. Sjá myndir




