Næsta myndakvöld FÍ er miðvikudaginn 13. febrúar. Myndakvöld í janúar fellur niður. Á myndakvöldi í febúar munu nemendur í Smáraskóla sýna myndir úr ferðum sínum að Fjallabaki.
Ársfundur Hornstrandafara 2008 verður haldinn laugardaginn 19. jánúar kl. 14.00 í Mörkini 6 í risinu. Á dagskrá fundarins verður : 1. Helstu afrek Hornstrandafara á liðnu starfsári þ.e. hin mjög svo rómaða skýrsla stjórnar og nú sem endranær flutt af hinum eina og sanna leiðtoga. 2. Stjórnarkjör. Miklar mannabreytingar munu vera í aðsigi og jafnvel talað um hefnd karlagengisins eftir vel heppnaða kvennabyltingu á síðasta ársfundi. 3. Hvert stefnum við á komandi starfsári ? 4. Kaffi og bakkelsi þ.e. hinar hefðbundnu ársfundavöfflur Hornstrandafara með tilheyrandi sultutaui og jurtarjóma.5. Myndasýning. Gísli Már Gíslason sýnir myndir úr Færeyjarferð FÍ 2006
Sunnudaginn 13. jan. var farin fyrsta ganga ársins í góðu veðri og mættu um 76 göngugarpar í Mörkina. Þaðan var haldið inn eftir Suðurlandsbraut og var gengið um Voga, Heima, Sund, Laugarás og endað í Laugardal. Pétur H. Ármannsson fór fyrir göngunni og fræddi okkur um það sem fyrir augu bar og þá sérstaklega um sögu gamalla húsa sem á vegi okkar urðu. Það kom flestum á óvart að til væru friðuð hús í þessum hverfum.
Næsta félagsvist verður þriðjudaginn 15. janúar. Vistin hefst kl: 19:30. Spilað verður í Mörkinni 6 í risinu. Svo spilum við 19. feb. og 18. mars 2008. Hámark þátttakenda er 52. Fyrstir koma fyrstir fá. Vinsamlega athugið að félagsvistin er ætluð félögum í Ferðafélaginu og gestum þeirra.Verðlaun verða veitt, kaffi og kökur. Sérstök verðlaun verða veitt þeim sem flest stig hlýtur samtals á öllum spilakvöldum vetrarins.
Við viljum minna á fyrstu göngu ársins, BORGARGÖNGU HORNSTRANDAFARA OG F.Í. þann 13. janúar 2008. Lagt af stað frá Mörkinni 6 kl 10:30. Genginn verður ca. 2 klst. hringur um nærliggjandi hverfi. Á leiðinni er staldrað við nokkur forvitnileg hús og saga þeirra rakin. Göngunni lýkur á sama stað, með mögulegri viðkomu á kaffihúsi. Fótabúnaður og klæðnaður taki mið af veðri en það lítur út fyrir gott gönguveður. Leiðsögn: Pétur H. Ármannsson, arkitekt.
Myndir úr jeppaferð bíladeildar FÍ í Þórsmörk um Þrettándann eru komnar á netið og er hægt að skoða þær með því að smella hér.
Um sjötíu manns á 25 bílum tóku þátt í ferðinni og áttu góðar stundir í Þórsmörk.
Myndir úr öllum ferðum bíladeildar FÍ má skoða með því að smella á tenglana hér að neðan.
Um sjötíu þátttakendur tóku þátt í Þrettándaferð FÍ í Þórsmök um helgina. Ferðin var bæði göngu og jeppaferð og voru aðstæður ágætar. Myndir úr ferðinni eru væntalegar á myndabanka FÍ.
Nýársganga Hornstrandafara FÍ 13. jan. nk.
Brottför frá húsi Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6, kl. 10.30.Genginn verður ca. 2 klst. hringur um nærliggjandi hverfi.Á leiðinni er standrað við nokkur forvitnileg hús og saga þeirra rakin.Göngunni lýkur á sama stað, með mögulegri viðkomu á kaffihúsi. Þátttaka ókeypis, allir velkomnir.
Leiðsögn: Pétur H. Ármannsson
Blysför FÍ og ÚtivistarBlysför FÍ og Útvistar verður laugardaginn 29. desember. Gangan hefst frá Nauthóli kl .17.15 og er gengið í gengum skóginn í Öskjuhlíðinni að Perlunni þar sem flugeldasýning Landsbjargar hefst kl. 18. Jólasveinar heimsækja hópinn í skóginum, bregða á leik og taka lagið. Allir velkomnir, þátttaka ókeypis.