Aðalfundur Hornstrandafara FÍ
17.01.2008
Ársfundur Hornstrandafara 2008 verður haldinn laugardaginn 19. jánúar kl. 14.00 í Mörkini 6 í risinu. Á dagskrá fundarins verður : 1. Helstu afrek Hornstrandafara á liðnu starfsári þ.e. hin mjög svo rómaða skýrsla stjórnar og nú sem endranær flutt af hinum eina og sanna leiðtoga. 2. Stjórnarkjör. Miklar mannabreytingar munu vera í aðsigi og jafnvel talað um hefnd karlagengisins eftir vel heppnaða kvennabyltingu á síðasta ársfundi. 3. Hvert stefnum við á komandi starfsári ? 4. Kaffi og bakkelsi þ.e. hinar hefðbundnu ársfundavöfflur Hornstrandafara með tilheyrandi sultutaui og jurtarjóma.5. Myndasýning. Gísli Már Gíslason sýnir myndir úr Færeyjarferð FÍ 2006