Eyjafjallajökull á laugardag
30.04.2008
Ferðafélagið stendur fyrir gönguferð á Eyjafjallajökul 3. maí. Farið er á einkabílum frá Mörkinni 6 kl. 8 á laugardagsmorgni. Gengin er Seljavallaleið og þeir sem vilja geta rennt sér niður á skíðum en búnaður er fluttur á jökulinn. Nauðsynlegur búnaður í ferðina er öryggisbelti og ísexi, nesti og góður fatnaður, sólaráburður og sólgleraugu.