Fyrirlestur og myndasýning með Simon Yates í sal Ferðafélagsins í kvöld kl. 20. Siomon mun á fyrirlestrinum leggja áherlsu á eldlandið, Tierra del Fuego, sem er syðsta landið í Suður Ameríku. Sl 25 ár hefur Simon stundað fjallaklifur og klifið mörg áður óklifinn fjöll í Andersfjöllnum og Himalaja. Aðgangseyrir að myndasýningunni er kr. 1.000
Næstkomandi laugardag 31. maí efnir Ferðafélag Íslands í samvinnu við Trex til dagsferðar í náttúruperluna Þórsmörk. Brottför er kl.08,00 að morgni frá Ferðafélagshúsinu Mörkinni 6 og ekið í Mörkina sem þegar er farin að skarta sumarskrúða
Terr fjarskipti sem leigja Tetra talstöðvar hafa gert félagsmönnum FÍ tilboð um leigu á Tetra talstöðvum. Terr býður félagsmönnum FÍ 20% afslátt á leigugjaldinu. Hægt er að fræðast um Tetra talstöðvarnar á heimasíðunni www.terr.is
Sæludagar í Svarfaðardal, ganga, hjól og kajak, Fljótafjöllin, Arnarvatnsheiði og Karlsdráttur eru spennandi sumarleyfisferðir hjá FÍ, þar sem enn eru nokkur sæti laus. Sjá nánar um ferðirnar.
Að þessu sinni verður gengið um slóðir fornra þjóðleiða norðan og vestan Grindavíkur. Gangan hefst við fjallið Þorbjörn að norðanverðu. Staldrað verður við Eldvörpin, sem er falleg gígaröð og einnig við þyrpingu fornra byrgja, sem sumir kalla Tyrkjabyrgin. Þessi ganga er nánast á jafnsléttu en yfir nokkuð úfið hraun að fara og því betra að hafa göngustafina með. Gönguvegalengdin er u.þ.b. 10 km.
Fyrsta íslenska fjallamyndin verður frumsýnd (boðssýning) í Háskólabíó fimmtudaginn 22. maí kl.20. Hún verður einnig sýnd mánudaginn 26.maí og þriðjudaginn 27.maí. Simon Yates verður svo með fyrirlestur í Ferðafélagssalnum í Mörkinni 6. miðvikudaginn 28. mai kl. 20.
Árbók Ferðafélagsins er nú í dreifingu til félagsmanna. Félagsmenn eru beðnir að greiða árgjaldið í næsta banka eða sparisjóði og fá síðan árbókina senda heim ásamt félagsskírteini. Þeir sem þegar hafa greitt árgjaldið fá árbókina nú á næstu dögum. Frá og með morgundeginum má gera ráð fyrir 2 til 3 daga afgreiðslufresti á bókinni. Pósturinn sér um dreifingu bókarinnar fyrir FÍ og er bókin borin í hús og bankað upp á og ef engin er heima þá er skilin eftir tilkynning og skal þá nálgast bókina á næstu póststöð.
Skálaverðir eru nú mættir til starfa í Þórsmörk og að venju eru það fyrstu skálaverðirnir sem mæta til starfa í upphafi sumars. Töluvert er bókað í Skagfjörðsskála í maí og þá mest skólahópar. Skálar á Laugaveginum eru lokaðir og mælir Ferðafélagið ekki með því að einstaklingar leggi af stað Laugaveginn á þessum árstíma enda snjóa að leysa, færið þungt og víða mikil bleyta og aurbleyta.