Ekki var laust við hinir árrisulu göngugarpar í morgungöngum Ferðafélagsins fengu gæsahúð þegar Karlakórinn Fóstbræður söng Hærra minn Guð til þín, í rigningu og roki, efst á Úlfarsfelli eldsnemma morguns. Vel æfður kórinn, margraddaður undir stjórn Árna Harðarssonar, sögn sig inn í hjörtu göngumanna sem stóðu vindbarðir og blautir í slagvirði og hlýddu á með kakómjólk og ostaslaufu í hönd. All súrrealískar aðstæður svo ekki verði meira sagt.