Nafn á nýrri gönguleið
25.08.2008
Frestur til að skila inn tillögum að nafni á nýrri gönguleið FÍ rennur út 1. september. Gönguleiðin er frá Skálpanesi, um Jarlhettudal, niður að Hagavatni og Einifelli. Þaðan yfir nýja brú FÍ yfir Farið, yfir í Hlöðuvelli, Karl og Kerlingu, niður Langadal, um Klukkuskarð og að Laugarvatni. Ólafur Örn Haraldsson hefur leitt hóp FÍ um þessa leið í þrjú ár og hefur hún notið vaxandi vinsælda




