Fjölskyldu- og bjartsýnisganga endurtekin 19.október
16.10.2008
Vegna góðrar þáttóku síðustu helgi ákvað Ferðafélagið að endurtaka fjölskyldu- og bjartsýnisgöngu og verður hún á sunnudaginn 19.okt kl. 14.00. Þetta verður létt ganga eftir göngustígum upp í hlíðar Esju og verður lagt upp frá bílaplaninu við Mógilsá og síðan verður boðið upp á veitingar þegar komið er aftur niður.




