Fréttir

Gönguferð á Kvígindsfell frestað um viku vegna veðurs

Gönguferð á Kvígindisfell sem vera átti 21. september hefur verið frestað um viku vegna veðurspár..

Kvikmyndir úr ferðasafni F.Í.

Myndakvöld F.Í. hefjast nú að nýju að loknu sumri.  Myndakvöld verður haldið miðvikudaginn 24. september kl. 20.00...

Ófært í Þórsmörk

Að sögn skálavarða Ferðafélagsins í Langadal í Þórsmörk er nú ófært inn í Þórsmörk vegna vatnavaxta í Merkuránum...

Skálar loka á Laugaveginum

Skálum FÍ á Laugaveginum í Hrafntinnuskeri, Álftavatni, Hvanngili og í Botnum á Emstrum hefur nú verið lokað og skálaverðir komnir til byggða...

Vatnavextir í Mörkinni

Miklir vatnavextir eru nú Þórsmerkurám,  Steinholtsá, Hvanná og Krossá.  Þá eru einnig miklir vatnavextir í ám á Fjallabaki og hafa Kaldaklofskvísl og Markárfljót verið að vaxa. Ferðamenn eru því hvattir til að sýna ítrustu aðgætni í ferðum sínum um þessi svæði...

Vinnuferð í Botna á Emstrum

Um síðustu helgi var farin vinnuferð í skála FÍ í Botnum á Emstrum.  Að sögn Þorsteins Eiríkssonar fóstra í Botnaskála tókst vinnuferðin afar vel þótt gengið hafi á með rigningu.  Alls tóku 11 manns þátt í vinnuferðinni sem stóð frá föstudegi til sunnudags.  Sjá myndir úr ferðinni á myndabanka FÍ.

Vinnuferðir í skála FÍ

Vi nnuferðir í skála FÍ standa nú yfir um þessar mundir. Um er að ræða hefðbundnar frágangsferðir fóstra í skála.  Flestir skálar hafa fóstra sem annast frágang skála á haustin sem og opnun skála á vorin.

Fréttir frá Ferðafélagi Skagfirðinga

Þann 12. september var gerður út leiðangur til viðhalds á Ingólfsskála er stendur í Lambahrauni norðan við Hofsjökul.  Borin var tjara á allan skálann, þak málað og sett upp langþráð gasgeymsla utandyra. Tekið var rækilega til í skálanum og hann þrifinn hátt og lágt.

Gönguferð á Kvígindisfell 28. september

Ferðafélagið efnir til göngu á Kvígindisfell (783 m) sunnudaginn 28. september.( Breytt vegna veðurspár)  Lagt verður af stað frá Mörkinni 6 kl. 10.30. Kvígindisfell er á mörkum Árnessýslu og Borgarfjarðarsýslu, nálægt Uxahryggjaleið, um klukkustundar akstur frá Reykjavík. Mjög víðsýnt er af fjallinu,

Góð þátttaka í draugaferð

20 manns tóku þátt í draugaferð FÍ í Hvítárnes og að Beinahóli um helgina undir fararstjórn Páls Ásgeirs Ásgeirssonar. Hópurinn kom í Hvítárnes um kl. 1600 á laugardag og þegar menn höfðu komið sér fyrir í skála og hitað sér kaffi var farið í gönguferð um nágrenni skálans var farið í gönguferð. Gengið var inn á hinn forna Kjalveg sem liggur um hlaðið á Hvítárnesi og honum fylgt fram undir Hrefnubúðir