Dregið í Esjuhappdrætti FÍ og SPRON
11.09.2008
Dregið hefur verið í Esjuhappdrætti FÍ og SPRON en allir sem gengu á Esjuna í sumar og skráðu nafn sittí gestabók á Þverfellshorni og við Steininn, lentu í pottinum sem nú hefur verið dregið úr. Hátt í 10 þúsund göngugarpar gengu á Esjuna í sumar en vinsældir Esjunnar hafa aldrei verið meiri.