Myndakvöld FÍ miðvikudag 24. september kl. 20 Jóhannes Ellertsson langferðabílstjóri og ferðafélagi sýnir kvikmyndir úr ferðum félagsins, allt frá árinu 1958.
Miklir vatnavextir eru nú Þórsmerkurám, Steinholtsá, Hvanná og Krossá. Þá eru einnig miklir vatnavextir í ám á Fjallabaki og hafa Kaldaklofskvísl og Markárfljót verið að vaxa. Ferðamenn eru því hvattir til að sýna ítrustu aðgætni í ferðum sínum um þessi svæði...
Um síðustu helgi var farin vinnuferð í skála FÍ í Botnum á Emstrum. Að sögn Þorsteins Eiríkssonar fóstra í Botnaskála tókst vinnuferðin afar vel þótt gengið hafi á með rigningu. Alls tóku 11 manns þátt í vinnuferðinni sem stóð frá föstudegi til sunnudags. Sjá myndir úr ferðinni á myndabanka FÍ.
Vi nnuferðir í skála FÍ standa nú yfir um þessar mundir. Um er að ræða hefðbundnar frágangsferðir fóstra í skála. Flestir skálar hafa fóstra sem annast frágang skála á haustin sem og opnun skála á vorin.
Þann 12. september var gerður út leiðangur til viðhalds á Ingólfsskála er stendur í Lambahrauni norðan við Hofsjökul. Borin var tjara á allan skálann, þak málað og sett upp langþráð gasgeymsla utandyra. Tekið var rækilega til í skálanum og hann þrifinn hátt og lágt.