Námskeið hjá FÍ i vetur
05.01.2009
Ferðafélagið stendur fyrir námskeiðum í vetur, bæði fyrir fararstjóra félagsins og félagsmenn. Á meðjal námskeiða sem verða haldin má nefna gps námskeið, námskeið í skyndihjálp, fjallamennska 1, vaðnámskeið, jöklaöryggisnámskeið, námskeið um gönguskíðamennsku, snjóflóðanámskeið og námskeið um ferðamennsku og búnað. Námskeiðin hefjast í byrjun febrúar og verða nánar auglýst síðar.




