Vel heppnuð aðventuferð i Langadal
10.12.2008
Aðventuferð FÍ í Þórsmörk tókst með miklum ágætum. Um 50 ferðagarpar tóku þátt í ferðinni og ánægjulegt að mikið af börnum og unglingum var með í för. Krossá var heldur erfið viðureignar og þurfti að ganga yfir göngubrúnna og í skálann. Farið var í leiki, bakað laufabrauð og grillað a la Dóri Warden. Ingó í Safari sá um leiki og sprell og vakti mikla lukku. Sjá myndir úr ferðinni.




