Fréttir

Ódýrar ferðir innanlands

Ferðaáætlun FÍ kemur út 25. janúar nk. Í áætluninni verður að finna fjölbreytt úrval gönguferða um landið.  Fjölmargar nýungar er að finna í áætluninni en áhersla Ferðafélagsins er að bjóða upp á ódýrar ferðir þar sem allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og nú ekki síst fjölskyldufólk.  Í áætluninni er að finna ferðir um allt land, bæði ný og ókönnuð svæði sem og sígidlar ferðir um sívinsæl svæði. Má þar nefna ferðir um Laugaveginn, Fimmvörðuháls, í Þórsmörk, á Hvannadalshnúk, um Hornstrandir, í Héðinsfjörð og Fjöður, um Víknaslóðir svo fátt eitt sé nefnt.  Þá verða morgungöngurnar á sínum stað í maí og nú verður boðið upp á sérstaka barnavagnaviku í apríl.

Fjallkakvöld FÍ

Fjallakvöld FÍ hefjast í lok janúar. Fjallakvöldin verða haldin í sal FÍ einu sinni í mánuði og þar gefst útivistarunnendum og ferðafólki kostur á að hittast, spá og spjalla, bæði í ferðir, búnað, leiðir og margt fleira.  Á hvert fjallakvöld munu nokkrir valinkunnir reynsluboltar mæta og miðla af reynslu sinni og þekkingu. Boðið verður upp á kaffi og fjallakakó.  Dagskrá Fjallakvölda Fí verða auglýst nánar á næstunni.

Námskeið hjá FÍ i vetur

Ferðafélagið stendur fyrir námskeiðum í vetur, bæði fyrir fararstjóra félagsins og félagsmenn. Á meðjal námskeiða sem verða haldin má nefna gps námskeið, námskeið í skyndihjálp, fjallamennska 1, vaðnámskeið, jöklaöryggisnámskeið, námskeið um gönguskíðamennsku, snjóflóðanámskeið og námskeið um ferðamennsku og búnað.  Námskeiðin hefjast í byrjun febrúar og verða nánar auglýst síðar.

María María - fjölskylduferðir i Þórsmörk

Ferðaáætlun FÍ 2009 kemur út 25 janúar nk.  Ferðanefnd hefur verið að störfum í haust og hefur nú skilað inn áæltuninni til skrifstofunnar. Að venju er mikið úrval af ferðum í áætluninni, bæði sumarleyfisferðum, helgar- og dagsferðum. Á meðal nýunga í Ferðaáætluninni er María María -fjölskylduferðir í Þórsmörk.  Eftir að ferðaáæltunin kemur út verður farið að bóka í ferðir.

Þrettándaferð fjölskyldunnar í Þórsmörk

Ferðafélagið stendur fyrir áramóta og þrettándaferð í Þórsmörk. Farið er á einkabílum þannig að hér er um spennandi jeppaferð, með gönguferðum, kvöldvöku, grillveislu og leikjum. Tungl er hálft og vaxandi og í heiðskíru skína stjörnur og braga norðurljós.  

Opnunartími skrifstofu

Skrifstofan FÍ verður lokuð á milli jóla og nýárs en opnar strax á nýju ári.  Sérstakur vaktsími FÍ yfir hátíðarnar vegna skála er 845-1214

Sólstöðu- og kökuganga á Esjuna

Sunnudaginn 21. desember verður kökuganga FÍ á Esjuna. Gengið verður upp Kerhólakamb og yfir á Þverfellshorn. Þátttakendur taka með sér kakó og kaffi og jólabakkelsi og deila með sér og valin verður besta jólasmákakan. Fararstjórar í ferðinni eru Þórhallur Ólafsson og Einar Karl Þórhallsson.

Jólagjafir á skrifstofu FÍ - árbækur, fræðslurit og gjafakort

Á skrifstofu FÍ eru til sölu allar árbækur félagsins frá upphafi, fræðslurit og gjafakort. Tilvalin jólagjöf fyrir allt göngu og útivistaráhugafólk.  Einnig gjafakort með sumarleyfisferðum, helgarferðum eða dagsferðum næsta sumar.

Göngugleðiskýrsla 7. des

Það var lítill en einbeittur hópur sem hittist í Mörkinni til göngu sunnudaginn 7. desember. Í takt við síðustu sunnudagsgöngur, þar sem hefur verið gengið í kringum tiltekin fjöll, var ákveðið að hringganga Helgafellið. Það tókst þó ekki að þessu sinni þar sem hin ótal hringtorg í Hafnarfirði gerðu það að verkum að við villtumst af leið og lentum á Krísuvíkurveginum.

Árbók FÍ 2008 tilnefnd til bókmenntaverðlauna

Árbók FÍ 2008, Úthérað ásamt Borgarfirði eystra, Víkum og Loðumundarfirði, eftir Hjörleif Guttormsson náttúrufræðing var í gærkvöldi tilnefnd til bókmenntaverðlauna.