Myndakvöld 21. janúar
20.01.2009
Næsta myndakvöld FÍ er miðvikudaginn 21. janúar kl 20. Þá sýna Ína D. Gísladóttir formaður Ferðafélags fjarðarmanna og Pétur Þorleifsson fjallamaður Íslands myndir. Pétur sýnir myndir frá Vestmannaeyjum sem teknar voru 1966 og Ína sýnir myndir að austan og segir frá starfi og ferðum félagsins. Aðgangseyrir er kr. 600, innifalið kaffi og meðlæti og allir velkomnir.




