Laugavegurinn í máli og myndum - næsta myndakvöld
15.02.2009
Næsta myndakvöld FÍ er miðvikudaginn 18. febrúar. Þá verður fjallað um Laugaveginn, vinsælustu gönguleið landsins. Farið verður yfir gönguleiðina, náttúru, jarðfræði og sögu, örnefni, útúrdúra, skála, aðstöðu og þjónustu og ekki síst verður sungið slegið upp dæmigerðri stemmingu á kvöldvökum í Laugavegsferðum.