Skiptimarkaður - notaðar skíðavörur
04.02.2009
Ferðafélag Íslands stendur nú fyrir skiptimarkaði á notuðum skíðavörum þar sem hægt er að skipta, kaupa og selja notaðar skíðavörur. Sikiptmarkaðurinn fær sérstakt svæði á heimasíðu FÍ sem opnar á næstu dögum. Fram að því þarf að senda inn tölvupóst á fi@fi.is þar sem skiðabúanður er kynntur til sölu eða óskað er eftir kaupum á búnaði. Gefið er upp nafn og símanúmer og síðan munu skiptin eiga sér stað milliliðalaust.