Fréttir

Fjallabók FÍ - safnaðu fjöllum með Ferðafélaginu

Fjallabók FÍ er verkefni sem nú er að hefjast hjá Ferðafélaginu.  Í verkefninu eru allir hvattir til að ganga á fjöll og skrá í sérstaka Fjallabók FÍ.  Þegar þú hefur gengið á 10 fjöll og fyllt út í bókina og með undirskrift ferðafélaga þá fá þátttakendur viðurkenningu frá Cintamani í árslok.  Öll fjöll eru gild í verkefnið en aðeins má skrá hvert fjall einu sínni

Fullbókað á Hvannadalshnúk - aukaferð 6. júní

Fullbókað er nú í hina sívinsælu ferð FÍ á Hvannadalshnúk um Hvítasunnuhelgina.  Haraldur Örn Ólafsson er fararstjóri í ferðinni ásamt vöskum hópi línustjóra, þe aðstoðarfararstjóra. Þegar eru um 100 manns skráðir í ferðina og fjöldi á biðlista. Nú hefur verið upp aukaferð á Hvannadalshnúk 6. júní.  Hámarskfjöldi í þá ferð eru 80 manns.

Aðalfundur FÍ 18. mars

Aðalfundur Ferðafélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 18. mars kl. 20 í sal félagsins Mörkinni 6.  Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórnin.

Jöklaöryggisnámskeið fyrir fararstjóra FÍ - og félagsmenn

Tilgangur þessa námskeiðs er að efla kunnáttu og vitund farastjóra FÍ á sviði öryggismála og fagmennsku í fararstjórn í jöklaferðum, t.d fyrir farastjórn á Hvannadalshnjúk. Í lok þessa námskeiðs eiga þátttakendur að hafa lært stöðluð vinnubrögð sem gera þeim kleift að bregðast við óvæntum aðstæðum af öryggi og staðfestu. Þetta námskeið er mikilvægur þáttur í viðleitni FÍ til að tryggja þátttakendum í ferðum sínum bestu mögulegu þjónustu og öryggi. Þekking og kunnátta fararstjóra er lykillinn að vel heppnaðri Ferðafélagsferð. Leiðbeinandi er UIAGM-IFMGA fjallaleiðsögumaðurinn Jökull Bergmann

Verklegi hluti vaðnámskeiðs um næstu helgi

Verklegi hluti vaðnámskeiðs sem vera átti átti 7. -8. mars en var frestað vegna aðstæðna verður haldið um næstu helgi, 21. - 22. mars.

Aðalfundur Ferðafélags Íslands 18. mars

Aðalfundur Ferðafélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 18. mars kl. 20 í sal félagsins Mörkinni 6.  Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórnin.

Ferðafélag Árnesinga stofnað á Selfossi í gær

Ný deild í Ferðafélagi Íslands, Ferðafélag Árnesinga, var stofnuð á Selfossi í gær.  Stjórn félagsins var kjörin á fundinum og var Jón B. Bergsson kjörinn formaður.  Ólafur Örn Haraldsson forseti FÍ og Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri voru gestir á fundinum og greindu frá starfsemi Ferðafélags Íslands

Stofnfundur Ferðafélags Árborgar

Stofnfundur Ferðafélags Árborgar  verður haldinn fimmtudagskvöldið  12. mars n.k. í Karlakórsheimilinu að Eyravegi 67 á Selfossi, kl: 20:00.  Forseti FÍ og framkvæmdastjóri mæta og kynna starfsemi félagsins.   Allir velkomnir. Kaffiveitingar.

Esjan alla daga - fimmta gangan í dag

Í kvöld fimmtudag kl. 18.00 verður fimmta gangan á Esjuna, ,,Esjan alla daga 8. - 12. mars" og því tilfalið fyrir alla að skella sér á Esjunni eftir vinnu og klappa fyrir þeim sem eru búnir að ganga á Esjuna fimm daga í röð. Einnig verður gengið á Esjuna á morgun föstudag, en sett var upp aukaferð vegna fjölda fyrirspurna þannig að fleirri gætu náð fimm göngudögum í röð á Esjuna.  Þeir þátttakendur sem tekið hafa þátt í öllum fimm gönguferðunum fá í dag glæsileg verðlaun frá Ferðafélagi Íslands.  Sjá myndir

Ungmennastarf FÍ - Fjallaskóli FÍ og ,,allir út." Skúli Björnsson ráðinn verkefnisstjóri.

Skúli Björnsson hjá Sportís/Cintamani hefur verið ráðinn verkefnisstjóri hjá Ferðafélagi Íslands.  Skúli mun hafa umsjón með ungmennaverkefni FÍ sem fengið hefur vinnuheitið ,,allir út“.