Jöklaöryggisnámskeið fyrir fararstjóra FÍ - og félagsmenn
15.03.2009
Tilgangur þessa námskeiðs er að efla kunnáttu og vitund farastjóra FÍ á sviði öryggismála og fagmennsku í fararstjórn í jöklaferðum, t.d fyrir farastjórn á Hvannadalshnjúk. Í lok þessa námskeiðs eiga þátttakendur að hafa lært stöðluð vinnubrögð sem gera þeim kleift að bregðast við óvæntum aðstæðum af öryggi og staðfestu. Þetta námskeið er mikilvægur þáttur í viðleitni FÍ til að tryggja þátttakendum í ferðum sínum bestu mögulegu þjónustu og öryggi. Þekking og kunnátta fararstjóra er lykillinn að vel heppnaðri Ferðafélagsferð. Leiðbeinandi er UIAGM-IFMGA fjallaleiðsögumaðurinn Jökull Bergmann