70 manns í hressilegri morgungöngu á Keili
05.05.2009
Tæplega 70 manns tóku þátt í morgungöngu Ferðafélagsins í morgun á Keili þótt veður væri nokkuð hryssingslegt. Þetta var vaskur hópur sem gekk snúðugt og hvíldarlítið á fjallið. Á morgun miðvikudag verður gengið á Vífilsfell og lagt af stað að venju kl. 6 í fyrramálið frá Mörkinni 6.