Skálavarðanámskeið tókst vel
25.05.2009
Skálavarðanámskeið FÍ um helgina tókst vel en um var að ræða þriggja daga námskeið fyrir skálaverði félagsins, bæði bóklegt og verklegt þar sem farið var yfir alla helstu þætti í starfi skálavarðar. Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ segir að námskeiðið hafi verið lærdömsríkt og ekki síst skemmtilegt fyrir skálaverðina að hittast og fara saman yfir verkefni sumarsins.




