150 manns á myndakvöldi FÍ
15.04.2009
Góð mæting var á myndakvöld FÍ í kvöld þegar um 150 manns mættu á myndasýningu um Austurdal í Skagafirði, sem og sýningu frá fjallgöngum Þórhalls Ólafssonar á 151 tind í fjallabók Ara Trausta og Péturs Þorleifssonar. Gísli Heimir Konráðsson sýndi myndir úr Austurdal, en Þórhallur ásamt Guðmundi Jónssyni sýndu myndir úr fjallgöngum á tindana 151.