Ferðafélagið óskar eftir 12 sjálfboðaliðum úr röðum félagsmanna í vinnuferð í Langadal í Þórsmörk 1. - 3. mai. Á meðal verkefna er að gangsetja skálann fyrir sumarið, þrífa, mála, sllipa, lakka, viðra, bera borð, setja upp flaggstöngina og fleira. Vinnustjóri í ferðinni er Broddi Kristjánsson skálavörður. Ferðafélagið sér um uppihald og ferðakostnað í ferðinni en fær í staðinn vinnu sjálfboðaliða í ca 8 tíma á dag. Áhugasamir sendi tölvupóst á fi@fi.is eða hafi samband við Ingunni á skrifstofu FÍ.