Gleðilegt sumar
23.04.2009
Ferðafélag Íslands óskar félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum gleðilegs sumars. Nú vaknar sumarið og sólin brosir til okkar af meiri birtu og hljýju á hverjum degi. Gróðurinn lifnar og snjóa leysir í fjöllum og ferðafélagar streyma út í guðs græna náttúruna. Á dagskrá Ferðafélags Íslands er að finna fjölmargar ferðir þar sem allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þegar sumarið heilsar og kallar til okkar með undirspili náttúrunnar er ekki hægt annað en svara kallinu, skrá sig inn og drífa sig út.