Fréttir

Gleðilegt sumar

Ferðafélag Íslands óskar félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum gleðilegs sumars. Nú vaknar  sumarið og sólin brosir til okkar af meiri birtu og hljýju á hverjum degi.  Gróðurinn lifnar og snjóa leysir í fjöllum og ferðafélagar streyma út í guðs græna náttúruna.  Á dagskrá Ferðafélags Íslands er að finna fjölmargar ferðir þar sem allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þegar sumarið heilsar og kallar til okkar með undirspili náttúrunnar er ekki hægt annað en svara kallinu, skrá sig inn og drífa sig út.

Esjan alla daga - fimm daga í röð - 20. -24. apríl. Esjuganga í dag 23. apríl

Esjan alla daga, fimm daga í röð hefst mánudaginn 20. apríl.  Þá verður gengið á Þverfellshorn 5 daga í röð.  Lagt er af stað frá bílastæðinu kl 18.  Þátttaka er ókeypis, allir velkomnir. 

Örgöngur í Grafarholti

Miðvikudagana 22. apríl, 29. apríl, 6.maí,13. maí og 20.maí verða farnar gönguferðir um nágrenni Grafarholts.  Þetta verða stuttar ferðir sem taka  eina og hálfa til tvær klukkustundir.  Í áætlun Ferðafélagsins kallast þær örgöngur.   Í fyrstu göngunni verður gengið frá hitaveitugeymunum á Holtsskyggni - eftir stíg yfir golfvöllinn - upp á Hádegisholt - um Lyngdalsklauf  - um Skálina - niður brekkuna með Nesjavallaleiðslunni.   Þátttaka er ókeypis, allir velkomnir.

Trúss í ferðum komið úr böndunum

Trússferðir hafa notið vaxandi vinsældum undanfarin ár.  Í þessum ferðum er farangur og vistir fluttur á milli staða en göngufólk gengur aðeins með léttan dagpoka með nesti og hlífðarfatnaði. Vinsældir trússferða eru eðlilegar. Þær gefa fleirum kost á að ferðast um svæði með þægilegum hætti og njóta útivistar og náttúru.   Þrátt fyrir að trússferðir séu allra góðra gjalda verðar má segja að þær hafi smám saman farið úr böndunum hjá ferðahópum  hér á landi.

Á fjallatindum eftir Bjarna E. Guðleifsson

Út er komin bókin Á fjallatindum eftir Bjarna E. Guðleifsson. Undirtitill bókarinnar er Gönguferðir á hæstu fjöll í sýslum landsins. Bókin er 432 síður, litprentuð, og lýsir gönguferðum nokkurra göngumanna á hæstu tinda í 24 sýslum landsins.

Á fjallatindum eftir Bjarna E. Guðleifsson

Út er komin bókin Á fjallatindum eftir Bjarna E. Guðleifsson. Undirtitill bókarinnar er Gönguferðir á hæstu fjöll í sýslum landsins. Bókin er 432 síður, litprentuð, og lýsir gönguferðum nokkurra göngumanna á hæstu tinda í 24 sýslum landsins. Eitt fjallanna var hæsti tindur í tveimur sýslum þannig að hátindarnir eru 23.

Örgöngur FI í Grafarholti

Miðvikudagana 22. apríl, 29. apríl, 6.maí,13. maí og 20.maí verða farnar gönguferðir um nágrenni Grafarholts.  Þetta verða stuttar ferðir sem taka  eina og hálfa til tvær klukkustundir.  Í áætlun Ferðafélagsins kallast þær örgöngur.   Göngurnar hefjast kl 19:00.  Göngustjórnar verða Guðlaug Sveinbjarnardóttir og Höskuldur Jónsson.  Gengið verður í öllum veðrum.  Gönguleiðir liggja að mestu leyti um malarstíga en að nokkru um óraskað land.  Hafið góða skó.   Fylgist með fréttum á vef Ferðafélags Íslands.  Vera má að röð ferða breytist vegna veðurs.

Kæru félagar Ferðafélags Íslands

Hjálparsveit skáta Kópavogi er 40 ára á þessu ári. Af því tilefni er fræðsludagur í húsnæði sveitarinnar,  Hafnarskemmunni við Kópavogshöfn, næstkomandi laugardag 18. apríl. Allir velkomnir,  gæsla fyrir börnin Með kærum kveðjum og þökkum fyrir margar samverustundir á fjöllum Hjálparsveit skáta Kópavogi

Ferðafagnaður á Helgafell

Á ferðafagnaði á laugardaginn bjóðum við upp á gönguferð á Helgafell, lagt af stað á einkabílum kl. 10 frá Mörkinni, lagt af stað í gönguferðina kl. 10.30 frá Kaldárseli. Fararstjóri frá FÍ, þátttaka ókeypis, allir velkomnir.

Esjuganga á fimmtudag 16. apríl

Boðið er upp á Esjugöngu með fararstjóra fimmtudaginn 16. apríl kl. 18. Lagt er af stað frá bílastæðinu við Mógilsá.  Fararstjóri er hinn síungi Þórður Marelsson og sér hann um upphitnun og teygjur við hæfi.  Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.