Þriðja Örgangan miðvikudaginn 6. maí
05.05.2009
Þriðja örgangan verður miðvikudaginn 6. maí. Gengið verður frá hitaveitugeymunum á Grafarholti með hitaveituröri Nesjavallaveitu upp á brekkubrún. Þaðan gengið um Grafarsel suður að Rauðavatni - með norðanverðu vatninu að Lyngdal - suður í Skálina og þar niður á göngustíg sem liggur yfir Golfvöllinn að hitaveitugeymunum. Þátttaka er ókeypis, allir velkomnir.




