Skíðaganga á Pálmasunnudag
03.04.2009
Ferðafélagið stendur fyrir gönguskíðaferða á Pálmasunnudag. Ekið til Þingvalla þar sem gerður verður stuttur stans í kirkjunni og saga hennar rifjuð upp. Þaðan ekið inn að Svartagili þar sem skíðagangan hefst. Gengið verður upp á milli Botnssúlna og Ármannsfells, norður fyrir Hvalfell yfir Hvalvatn, ef aðstæður leyfa, og komið niður hjá Stóra-Botni í Botnsdal.




