Esjan 107 - góðgerðarganga á Esjuna 2. apríl
01.04.2009
Esjan 107 - Ferðafélagið stendur fyrir sérstakri gönguferð á Esjuna 2. apríl sem fengið hefur nafnið Esjan 107. Þátttakendur mæta kl. 18.00 og greiða með 5 grásleppum þátttökugjald sem rennur óskert til góðgerðarmála. Allir sem þátt taka fá úthlutað númerum sem þeir geyma og er jafnframt happdrættismiði. Dregið verður úr þátttökunúmerum strax að lokinni göngu á Esjuna.