Fréttir

Samingur um Árbók FÍ 2011

Í dag skrifuðu  Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ og Árni Björnsson þjóðháttarfræðngur undir ritsamning þess efnis að Árni Björnsson skrifar Árbók FÍ 2011 um Dalasýslu.  Árbók FÍ 2009 verður um Vestmannaeyjar og Árbók FÍ 2010 um Torfajökulssvæðið.

Nýr skáli FÍ í Álftavatni

Hróður Laugavegarins, vinsælustu gönguleiðar hálendisins berst víða. Umfjöllun um Laugaveginn er víða í erlendum tímaritum. Um átta þúsund manns ganga Laugaveginn á hverju sumri og eru erlendir göngumenn í meirihluta. Ferðafélag Íslands hóf uppbyggingu á Laugaveginum fyrir 50 árum og hefur síðan byggt upp fimm skála á leiðinni og auk þess fest kaup á Hvanngili.

Sópandaskarð

Langavatnsdalur – Sópandaskarð - LaugardalurFarið verður kl: 8 frá Mörkinni 6Skráning á skrifstofu í s: 568-2533

Fimmvörðuháls

Hinn sígildi Fimmvörðuháls verður farin á laugardaginn 16.ágúst síðasta ferðin á hálsin hjá Ferðafélaginu í sumar.Grillveisla á laugardagskvöldinu þegar komið er niður í Langadal.

Fossaganga á Gnúpverjaafrétti

Fossaganga á Gnúpverjaafrétti.Farið frá Árnesi á laugardegi og komið til baka þangað á sunnudegi um kl: 20:00

Fjölskylduferð í Þórsmörk

Fjölskylduferð í Þórsmörk 15-17.ágúst. 2008Farið verður á föstudaginn 15.ágúst frá Mörkinni kl 18 og komið heim á sunnudeginum 17.ágúst.Skemmtileg ferð fyrir alla fjölskylduna, Ömmur og Afar, mömmur og Pabbar og öll börnin og barnabörnin.

Þúfuver / Þjórsárver 10. ágúst - kynningarfundir í háskólatorgi kl. 13 á laugardag

Ferðafélagið býður upp á ferð í Þúfuver 10. ágúst. Tilgangur ferðarinnar er að kynna fólki Þjórsárver, án þess að leggja upp í margra daga erfiða ferð yfir jökulvötn. Sjálf ferðin verður farin sunnudaginn 10. ágúst en daginn áður verður þátttakendum boðið upp á kynningu í og er hún í Háskólatorgi, sal ht101 og hefst kl. 13.00

Myndir úr Hvanndölum - Héðinsfirði

Nú má sjá myndir úr ferð FÍ í Hvanndali og Héðinsfjörð með því að smella hér

100 ára afmælisganga á Herðubreið

Þann 13. ágúst í ár eru liðin 100 ár frá því að þýski vísindamaðurinn Hans Reck og Sigurður Sumarliðason gegnu fyrstir manna á Herðubreið. Ferðafélag Akureyrar  og Ferðafélag Íslands bjóða upp á sérstaka afmælisgöngu á Herðubreið af þessu tilfenfi.

Á sögulegum slóðum í Hvanndölum

Hópur á vegum Ferðafélagsins lagði á sig 6 klukkustunda klöngur í fjörunni undir Hvanndalsskriðum og óðu sjóinn til að endurtaka erfiða göngu konu einnar fyrir 150 árum sem þurfti fara, með ársgamalt barn í fanginu til að sækja eld á næsta bæ. Konan, Guðrún Þórarinsdóttir var þá langt gengin með barni og annar fararstjórinn í ferðinni, Auður Kjartansdóttir, fetaði nú í fótspor Guðrúnar, komin 5 mánðuði á leið.