Fréttir

Ferðafélag barnanna í Noregi 10 ára

Ferðafélag barnanna í Noregi átti 10 ára afmæli á aðfundi norska Ferðaféagsins. Starf Ferðafélags barnanna í Noregi hefur verið afar blómlegt og fjölbreytt og leitt til þess að fjölmörg börn og unglingar hafa tekið þátt í ferðum og útiveru af ýmsu tagi og kynnst norskri náttúru.

Aðalfundur Ferðafélags Noregs

Aðalfundur Ferðafélags Noregs var haldinn í Bergen í Noregi um helgina.  Ferðafélag Noregs er á meðal öflugustu félagasamtaka á norðurlöndum með rúmlega 220 þúsund félagsmenn. Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ var gestur á aðalfundinum.

Kayak sigling i Drangey 12. júní

Ferðafélag Skagafjarðar stendur fyrir miðnætur kayak siglingu í Drangey þann 12. júní næstkomandi.  Áætlað er að leggja af stað undir miðnætti frá Grettislaug og sigla út í eyju, fara hring um eyjuna...

Hvannadalshnúkur BREYTT ferðatilhögun

Þar sem útlit er fyrir gott veður á Öræfajökli fyrir hádegi á morgun en skúrum um hádegisbil og þar sem hætt er við mikilli sólbráð þegar líður á daginn, hefur verið ákveðið að flýta uppgöngutíma til miðnættis í nótt. Gangan hefst því frá Sandfelli kl. 00:00 (á miðnætti) aðfaranótt laugardagsins 6. júní. Þátttakendur verða að vera mættir að Sandfelli á þessum tíma.   Með kveðju,   Haraldur Örn fararstjóri

Mikið grjóthrun í Esjunni eftir jarðskjálftana

Töluvert grjóthrun hefur orðið í klettabeltinu efst í Þverfellshorni í Esjunni. Varð þess fyrst vart eftir síðustu helgi en þá varð allsnarpur jarðskjálfti á Reykjanesi og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu. .

Hlegið og flissað í hríðinni í 2 þúsund metra hæð

María Dögg Tryggvadóttir er einn þeirra fararstjóra  hjá Ferðafélagi Íslands sem hefur farið fyrir hópum í hinum fjölmennu ferðum á Hvannadalshnúk á liðnum árum.  Hún er nýkomin úr hvítasunnuferð FÍ á Hnúkinn og er að undirbúa næstu ferð sem skellur á strax um næstu helgi, en þar er um að ræða aukaferð FÍ 6. júní.

Allir út 2

Allir útAllir útAllir útAllir útAllir útAllir útAllir útAllir útAllir útAllir útAllir útAllir útAllir útAllir útAllir útAllir útAllir útAllir útAllir útAllir út

78 manns náðu tindi Hvannadalshnúks á sunnudag

Fyrri ferð FÍ á Hvannadalshnúk á þessu vori tókst með ágætum. 78 manna hópur að meðtöldum fararstjórum náðu tindinum kl. 13 á sunnudag, eftir tæplega 9 stunda göngu frá Sandfelli.

Breyttur Fundarstaður

Hengilssvæðið – Ölkelduháls og Grændalur, laugardaginn 6. júní. Fararstjórar verða Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur, og Björn Pálsson, héraðsskjalavörður á Selfossi. Áður en farið verður af stað verður greint frá hugmyndum Landverndar um eldfjallagarð og fólkvang frá Þingvallavatni, út á Reykjanes. Þá mun Sigmundur Einarsson halda erindi um jarðfræði svæðisins, mótun þess og mydun og Björn Pálsson mun lýsa áformaðri gönguleið í máli og myndum og greina frá örnefnum og sögum af svæðinu. Mæting á Grand Hótel, sal Háteig A 4 hæð kl. 9:00 og áætluð heimkoma kl. 17:00.

Ferð á Hvannadalshnúk frestað til sunnudags

Til þátttakenda í ferð FÍ á Hvannadalshnúk um helgina. Gangan á Hvannadalshnúk frestast til sunnudags kl. þar sem spáir betur fyrir þann dag. Þátttakendur verða að vera mættir kl. 4 að morgni sunnudags við Sandfell. Veðurútlitið er gott og er vonast eftir að veður verði bjart. Kveðja, Haraldur Örn