Hópur á vegum Ferðafélags Íslands gekk á Hrútsfjallstinda (1.875 m) undir stjórn Guðmundar Freys Jónssonar um síðustu helgi. Þátttakendur voru 21 og var ferðin vel heppnuð í alla staði. Skemmst er frá að segja að allir í hópnum náðu settu marki og komust á Vesturtind og Hátind við bestu aðstæður. Í nýjasta Fimmtudagsviðtali FÍ sem birtist í dag, segir Friðrik Alfreðsson, einn þátttakenda frá ferðinni.