Mannmargt á Fimmvörðuhálsi
15.06.2009
Runninn er upp tími gönguferða yfir Fimmvörðuháls á vegum FÍ og var fyrsta ferðin farin um síðustu helgi undir stjórn Steinunnar Leifsdóttur fararstjóra. Göngugarpar voru sex talsins og að auki var 40 manna hópur í sérferð FÍ á Fimmvörðuhálsi, að ógleymdu fjölskyldu- og göngufólki sem gisti í Skagfjörðsskála og naut hlýviðris og gönguferða í Þórsmörk.