Fréttir

Mannmargt á Fimmvörðuhálsi

Runninn er upp tími gönguferða yfir Fimmvörðuháls á vegum FÍ og var fyrsta ferðin farin um síðustu helgi undir stjórn Steinunnar Leifsdóttur fararstjóra. Göngugarpar voru sex talsins og að auki var 40 manna hópur í sérferð FÍ á Fimmvörðuhálsi, að ógleymdu fjölskyldu- og göngufólki sem gisti í Skagfjörðsskála og naut hlýviðris og gönguferða í Þórsmörk.

200 manns með FÍ á Snæfellsjökul á Jónsmessunótt

Nú eru aðeins örfá sæti laus með FÍ á Snæfellsjökul.  Þá munu 200 göngugarpar ganga á Snæfellsjökul með Ferðafélaginu. ,,Þetta lítur mjög vel, góð þátttaka og veðurspáin virðist ætla að verða okkur hagstæð," segir Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ og fararstjóri í ferðinni.  Lagt verður af stað frá Mörkinni 6 kl. 17 á föstudaginn og klukkan 21.00 verður lagt af stað í gönguna sjálfa.  Nákvæm ferðatilhögun,  sem og list yfir nesti og búnað verður að finna á heimasíðu FÍ frá 17. júní.

Esjan endilöng - ferðasaga

Það var myndarlegur hópur Ferðafélaga sem gekk Esjuna endilanga í gær sunnudag. Gengið var frá Svínaskarðsá upp á Móskarðshnúka og þaðan um Laufskörð yfir á Esjuna sjálfa og svo eftir henni endilangri með viðkomu á Hábungu sem er hæsti punktur þessa vinsæla fjalls, 914 metrar.

Fimmtudagsviðtöl á heimasíðu FÍ

Fimmtudagsviðtöl er nýung á heimasíðu FÍ.  Á hlekk hér vinstri megin á síðunni er að finna fimmtudagsviðtal fyrir hverja viku.

Opnun Hellismannaleiðar 25. júní

Ný gönguleið Hellismannaleið verður opnuð 25. júní nk. Opnun gönguleiðarinnar fer fram á Rjúpnavöllum í Landsveit. Frá kl. 10:00 verður opið hús á Rjúpnavöllum, þar sem gestum gefst tækifæri á að skoða ferðaþjónustuna á staðnum og þiggja veitingar.

Fimm tindar Tröllakirkja FRESTAÐ

Vegna örbleytu og slæmrar færðar hefur ferðinni á Tröllakirkju, sem átti að vera á morgun 13.júní, verið frestað þangað til seinna í sumar og verður dagsettning auglýst síðar.  

"Allt umhverfi Hrútsfjallstinda er stórbrotið"

Friðrik Alfreðsson viðskiptastjóri hjá Símanum og fjallgönguáhugamaður með meiru kláraði um síðustu helgi eina rækilegustu fjallgöngu sem fyrirfinnst hér á landi, sjálfa Hrútsfjallstinda. Hann fór á tindana með 20 manns á vegum FÍ undir stjórn Guðmundar Freys Jónssonar. Hópurinn lagði af stað kl. 23 á föstudagskvöldið og naut stórkostlegs útsýnis þegar hærra dró og líða fór á morgun eftir næturlanga göngu.

Enn einn háfjallasigur FÍ í Öræfunum

Hópur á vegum Ferðafélags Íslands gekk á Hrútsfjallstinda (1.875 m) undir stjórn Guðmundar Freys Jónssonar um síðustu helgi. Þátttakendur voru 21 og var ferðin vel heppnuð í alla staði. Skemmst er frá að segja að allir í hópnum náðu settu marki og komust á Vesturtind og Hátind við bestu aðstæður. Í nýjasta Fimmtudagsviðtali FÍ  sem birtist í dag, segir Friðrik Alfreðsson, einn þátttakenda frá ferðinni.

Frábærlega vel heppnuð FÍ ferð á Hvannadalshnúk

Seinni ferð FÍ á Hvannadalshnúk um nýliðna helgi var frábærlega vel heppnuð og komust allir þátttakendur á tindinn, og fengu feiknagott útsýni. Gangan tók rúmlega 13 tíma og að vanda biðu grillréttir og FÍ húfur Hnúksfaranna í Sandfelli.

Pálsstefna í Borgarnesi 20. júní

Hálfs dags málþing er varðar helstu hugðarefni  ferðafélagans Páls Jónssonar, haldið í minningu hans og í tilefni af 100 ára afmæli hans. Páll Jónsson sat lengi í stjórn FÍ og var ritstjóri árbókar FÍ í fjölmörg ár.