Ratleikur í Esjunni
01.07.2009
Á Esjudeginum um sl. helgi var settur af stað ratleikur FÍ og VISA sem gengur út á að finna silfur Egils í Esjuhlíðum. Settir hafa verið upp fimm leynistaðir/gullkistur frá bílastæði og upp að brú. Þátttakendur skila svörum á fi@fi.is og verður dregið úr hópi þátttakenda í haust og hljóta hinir heppnu veglega útivistarvinninga.