Fullbókað á Fimmvörðuháls og María María um helgina
24.07.2009
Nú er fullbókað í ferð FÍ á 'Fimmvörðuháls um helgina og í María María fjölskylduferð í Þórsmörk. Alls verða því 50 manns sem ætla að njóta útiveru og náttúru og skemmta sér í Þórsmörk í þessum tveimur ferðum. Gengið er yfir Fimmvörðuháls á einum degi en í fjölskylduferðinni María María er farið í stuttar skemmtigöngur í Þórsmörk með leikjum og sprelli og síðan sameinast hóparnir á kvöldvöku, grillveislu og brennu á laugardagskvöldi.