Í morgunsárið lagði 30 manna hópur af stað í FÍ ferð í Þjórsárver með tveimur fremstu vistfræðingum landsins og vísindamönnum þeim Gísla Má Gíslasyni og Þóru Ellen Þórhallsdóttur. Þau hafa bæði stundað rannsóknir á lífríki Þjórsárvera í fjölmörg ár og eru án efa í hópi þeirra sem þekkja Þjórsárver best. Ferðin tekur sex daga og er farið yfir Þjórsá á bát, gengið á Arnarfell hið mikla og litla, farið að Múlajökli, hugað að gróðurfari og lífríkinu og gengið í Setrið.