Eiður Smári skálavörður í Þórsmörk
01.07.2009
Eiður Smári er nú mættur til starfa sem skálavörður í Skagfjörðskála FÍ í Langadal í Þórsmörk. Eiður Smári segir að það hafi verið afar gott að komast í frí eftir langa törn að undanförnu í skólanum en Eiður Smári er 15 ára og nýbúinn með gagnfræðapróf. Eiður er bróður Elvu skálavarðar í Langadal og verður til aðstoðar í Kaupfélaginu í Þórsmörk. Hvort að Eiður Smári knattspyrnuhetja frá Barcelona mætir í Þórsmörk i sumar er óvíst en nafni hans tæki þá örygglega vel á móti honum.