Reimleikar á reginfjöllum
09.09.2009
Nokkuð sérstök ferð verður á vegum Ferðafélags Íslands dagana 12. og 13. september nk. en það er svokölluð Draugaferð í elsta sæluhús Ferðafélagsins í Hvítárnesi. Fararstjórar eru hjónin Páll Ásgeir Ásgeirson og Rósa Sigrún Jónsdóttir, margreyndir fararstjórar og ferðabókahöfundar.