Óvissuferð 5. september
01.09.2009
Hin árlega óvissuferð FÍ er um næstu helgi, laugardaginn 5. september. Í óvissuferðum FÍ veit enginn hvert skal haldið, eða hvort hægt er að komast þangað. Nánast fullbókað er í óvissuferðina um helgina þegar 30 þátttakendur halda út í óvissuna. Fararstjóri er Sigurður Kristjánsson og hann var ekki alveg viss um hvenær hann kæmi til baka.