Afmælisganga í tilfefni af 30 ára afmæli Laugavegarins
07.09.2009
Fyrir 30 árum hóf Ferðafélag Íslands uppbyggingu á Laugaveginum, vinsælustu gönguleið landsins sem liggur úr Landmannalaugum í Þórsmörk. Félagið hafði þá lengi haft starfsemi bæði í Landmannalaugum og í Þórsmörk og unnið að náttúruvernd og uppbyggingu á þeim svæðum. Í tilefni af 30 ára afmæli Laugavegarins stendur félagið fyrir afmælisgöngu úr Botnum á Emstrum í Þórsmörk seinni part septembermánaðar.