Ferðafélag Fljótsdalshéraðs 40 ára
17.09.2009
Ferðafélag Fljótsdalshéraðs fagnar 40 ára afmæli sínu laugardaginn 19. september n.k. Þessara tímamóta verður minnst með vígslu nýs skála í Loðmundarfirði. Vígslan sem jafnframt er afmælisveisla hefst kl. 14.00. Ferðafélag Íslands óskar félaginu innilega til hamingju með áfangann en fulltrúar FÍ munu sækja afmælisbarnið heim á þessum merku tímamótum.




