Metþátttaka í gönguferðum á Esjuna
15.09.2009
Ferðafélag Íslands hefur nú safnað saman öllum gestabókum i Esjuhappdrætti FÍ og VÍSA í sumar. Metþátttaka hefur verið í gönguferðum i Esjunnni í sumar en um 22.000 manns hafa skráð nöfn sín í gestabækur Ferðafélagsins á Þverfellshorni og við Steininn og samkvæmt tölum FÍ er það um 90% aukning frá fyrra ári þegar um 12.000 manns skráðu nafn sitt í gestabækurnar.