Opið hús á afmæli FÍ
25.11.2009
Föstudaginn 27. nóv. n.k á Ferðafélag Íslands afmæli og verður 82 ára. Í tilefni dagsins verður opið hús á skrifstofu félagsins í Mörkinni 6 eftir kl. 14.00 á afmælisdaginn og verður gestum og gangandi boðið upp á kaffi og kökur í tilefni dagsins.
Þarna gefst tækifæri til að óska Ferðafélagi Íslands til hamingju með daginn yfir kaffibolla og ná tali af starfsmönnum og ýmsum velunnurum félagsins sem væntanlega fjölmenna á staðinn.




