Teigsskógi í Þorskafirði þyrmt
23.10.2009
Samkvæmt nýgengnum dómi Hæstaréttar verður ekki lagður nýr vegur gegnum Teigsskóg við utanverðan Þorskafjörð. Þeir sem börðust fyrir friðun skógarins kærðu úrskurð umhverfisráðherra sem heimilaði vegalögn gegnum skóginn en nú hefur dómur fellt úr gildi úrskurð ráðherrans.
Fyrir ferðamenn og náttúruunnendur þýðir þetta að Teigsskógur verður áfram sú lítt snortna náttúruparadís sem hann hefur verið hingað til.