Göngugleði á sunnudögum - ferðasaga
24.11.2009
Sunnudaginn 22. nóvember mættu nokkrir gangendur á vegginn. Eftir nokkrar umræður um ýmsar uppástungur og misheppnaðar tillögur varð að samkomulagi að aka upp að efnisnámum austan við Þormóðsdal, en þær eru sunnan undir Hulduhól (208 m). Ekki urðum við þó varir við huldukonu. Eftir stuttan hringakstur um námuna þar sem gefur að líta skemmtilegt stuðlaberg í námuveggjunum geislað í ýmsum útgáfum var bílnum lagt og gangan hafin inn Seljadal.