Valgarður Egilsson heiðraður
10.11.2009
10. nóv, var haldið sérstakt málþing til heiðurs Valgarði Egilssyni prófessor. Málþingið er á vegum Rannsóknarstofu Háskólans í meinafræði og þar verða haldin erindi um krabbameinsrannsóknir og frumulíffræði en á því sviði hefur starfsvettvangur Valgarðs verið um langan aldur.
Þótt ótrúlegt megi virðast er sjötugsafmæli Valgarðs skammt undan. Á vettvangi Ferðafélags Íslands er Valgarður þekktur fyrir þindarleysi á göngu, magnaða og litríka fararstjórn og ötult félagsstarf. Ferðir undir leiðsögn Valgarðs um nyrstu byggðir milli Eyjafjarðar og Skjálfanda, Hvanndali og Héðinsfjörð eru þjóðsagnakennd ævintýri sem færri komast í en vilja.
Ferðafélag Íslands árnar Valgarði allra heilla og treystir á liðsinni hans og krafta í framtíðinni.