Mætum á myndakvöld
17.11.2009
Í kvöld miðvikudag 18. nóvember er myndakvöld í sal Ferðafélagsins kl. 20.00. Það ber yfirskriftina: Sjáðu tindinn, þarna fór ég. Þar sýna Haraldur Örn Ólafsson og Guðmundur Jónsson ljósmyndir sem þeir hafa tekið í göngum á nokkur hæstu og tignarlegustu fjöll á Íslandi. Hvannadalshnúkur, Hrútfjallstindar, Þverártindsegg og margir fleiri tindar verða í aðalhlutverkí á þessu fróðlega og skemmtilega myndakvöldi.
Kaffiveitingar í hléi.




