Örnefni í Vestmannaeyjum
15.10.2009
Fræðslufundur verður haldinn í Nafnfræðifélaginu laugardaginn 24. október nk., kl. 13, í Öskju, húsi Háskóla Íslands, stofu N 130.
Guðjón Ármann Eyjólfsson fyrrv. skólameistari Stýrimannaskólans í Reykjavík flytur fyrirlestur um örnefni í Vestmannaeyjum, landsheiti, jarðfræði og fiskimið, og sérstaklega um hverja eyju með myndum úr Árbók Ferðafélags Íslands 2009, Vestmannaeyjar, sem kom út um miðjan júní sl. vor.
Guðjón Ármann er aðalhöfundur Árbókarinnar, en auk hans rita jarðfræðingarnir Ingvar A. Sigurðsson og dr. Sveinn P. Jakobsson um jarðsögu Vestmannaeyja og Jóhann Óli Hilmarsson um fuglalíf í Vestmannaeyjum. Ritstjóri var Jón Viðar Sigurðsson jarðfræðingur.