Allt á floti í Þórsmörk
15.09.2009
Ferðalangur á göngubrúnni
yfir Krossá.
Mikill vöxtur hefur verið í vötnum í Þórsmörk og á Þórsmerkurleið undanfarna viku. Krossá og Steinholtsá hafa á köflum verið ófærar og Hvanná mjög grafin og straumhörð og ill viðureignar. Elva Dögg skálavörður í Langadal sagði í samtali við heimasíðu FÍ að árnar væru þokkalega færar stórum bílum eins og sakir standa.