Mikil þátttaka í starfsemi Ferðafélagsins
27.08.2009
Gríðarlegur vöxtur hefur orðið á öllum sviðum hjá Ferðafélagi Íslands (FÍ) í sumar, að sögn Ólafs Arnar Haraldssonar, forseta FÍ. Það á jafnt við um þátttöku í ferðum, aðsókn að skálum og spurn eftir bæklingum og árbókum félagsins.