Ferðafélag barnanna á Laugaveginum
01.08.2009
Fullbókað var í ferð Ferðafélags barnanna um Laugaveginn sem lauk í gær í Þórsmörk.. Alls tíu foreldrar og 12 börn voru í hópnum sem gekk Laugaveginn með hefðbundnum hætti á fjórum dögum. Þá er einnig fullbókað í unglingaferð FÍ Halló Bolungarvík - Reykjarfjörður sem hefst eftir verslunarmannahelgi.