Vetrarsólstöðuganga FÍ / jólasmákökuganga
14.12.2009
Vetrarsólstöðuganga FÍ verður sunnudaginn 20.desember. Þá verður gengið á Kerhólakamb, upp frá Esjubergi og yfir á Þverfellshorn og komið niður við bílastæðið við Mógilsá. Lagt verður af stað í rútu frá Mörkinni 6 kl. 9.00. Komið er til baka um miðjan dag. Þátttakendur skulu taka með sér sýnishorn af jólabakkelsinu og deila með öðrum í nestisstoppi. Besta jólasmákakan fær verðlaun. Fararstjórar í ferðinni eru Þórhallur Ólafsson og Páll Guðmundsson. Verð er kr. 1000, allir velkomnir. Takið með ykkur nesti og góðan búnað.