Smákökuganga á sólstöðum
22.12.2009
Tæplega 20 manns tóku þátt í sérstakri sólstöðugöngu Ferðafélags Íslands sem farin var sunnudaginn 20.des. Gengið var á Kerhólakamb á Esju og farið upp frá Esjubergi. Þetta er gamalkunnug leið sem naut mikilla vinsælda á árum áður. Seinna var lagður göngustígur frá Mógilsá að Þverfellshorni og þá lögðust göngur á Kerhólakamb af. Þátttakendur höfðu meðferðis sýnishorn af jólabakstri og skiptust á smákökum þegar upp á fjallið var komið. Leiðin upp á Kerhólakamb er jafna brattari en sú á Þverfellshornið en útsýni af kambinum er að mörgu leyti víðara og betra þar sérstaklega til vesturs.
Það var tindahöfðinginn Þórhallur Ólafsson sem leiddi gönguna fyrir Ferðafélagið og þrátt fyrir norðanstreng efst á fjallinu var veður gott og göngumenn sælir með afrek sitt á sólstöðum vetrar.
Sólstaðnir göngumenn á Kerhólakambi á sunnudaginn.




