Pönnukökur og kleinur á Móskarðshnúkum
14.02.2010
Galvaskur hópur Nágranna (stundum nefndir þorparar), einn af þremur hópum FÍ í Eitt fjall á viku, gengu á Móskarðshnúka í dag og skiptist þar á skin og skafrenningur. Nágrannar telja rúmlega 60 þátttakendur í Eitt fjall á viku og eru eins og nafnið á hópnum gefur til kynna íbúar í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur og reyndar víðar því að einn þátttakandi kemur alla leið frá Vík í Mýrdal í hverja fjallgöngu einu sinni í viku. Eftir ýmis konar sprell og skemmtilegheit stýrt af hinum glaðbeittu fararstjórum Nágranna var hópurinn hinn brosmildasti á austurtindi Móskarðshnúka. Kökunefnd hafði síðan hrært í nokkra skammta af kleinum og pönnukökum og var þeim raðað í sig af bestu lyst þegar niður var komið. Sjá myndir í myndabanka FÍ