Ástarpungar og kleinur
21.02.2010
,,Ég var að springa úr mæði á leiðinni upp en að springa úr monti á leiðinni niður," sagði stoltur göngugarpur nýkominn af tindi Móskarðshnúka í gönguhópi Austurbæinga í verkefninu Eitt fjall á viku. Gengið var á hæsta tind Móskarðshnúka og útsýni fjallahringsins stórkostlegt í frosnum himni. Þegar niður var komið biðu ástarpungar og kleinur göngumanna.
Þrír fjallahópar FÍ gengu á fjöll í gærdag, Austurbær gekk á Móskarðshnúka, Vesturbær gekk á Skálafell og Nágrannar gengu á Húsfell, alls um 150 manns. Sjá myndir í myndabanka FÍ með því að smella á nöfn hópanna.