Sveppaferð í Heiðmörkina 21. ágúst
16.08.2019
Sveppir eru algert sælgæti og það sem er skemmtilegast við þá - þeir vaxa villtir í íslenskri náttúru! Það er hins vegar afar mikilvægt að þekkja þá ætu og góðu frá þeim vondu og jafnvel eitruðu.
Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands og fararstjóri hjá Ferðafélagi Íslands, ætlar að leiða göngufólk í allan sannleika um sveppi í fjörugri göngu sem verður miðvikudaginn 21. ágúst.