Umhverfisvika Ferðafélags Íslands 2019
29.04.2019
Í tilefni af degi umhverfisins 25. apríl ætlar Ferðafélag Íslands að blása til umhverfisviku dagana 25. apríl – 2 maí. Markmið umhverfisviku Ferðafélags Íslands er að vekja fólk til umhugsunar um umhverfismál, stuðla að bættri umgengni við náttúru Íslands og hvetja félaga til að tileinka sér vistvæna lifnaðarhætti.