Allt landið er undir þegar ferðaáætlunin er í smíðum
14.01.2019
„Við erum ákaflega ánægð með þær viðtökur sem ferðaáætlunin fyrir 2019 hefur fengið. Þrátt fyrir að koma fram með hana mánuði fyrr en undanfarin ár hafa ferðir rokselst og sumar eru nú þegar uppseldar,“ segir Sigrún Valbergsdóttir formaður Ferðanefndar FÍ sem sér um ferðaáætlun félagsins ár hvert.