Ferðafélag Grænlands stofnað 9. maí
14.05.2019
Ferðafélag Grænlands var stofnað 9. maí sl. á fundi í NUUK. Gísli Már Gíslason ritari stjórnar FÍ flutti hinu nýstofnaða félagi kveðju frá Ferðafélagi Íslands. Tómas Guðbjartsson stjórnarmaður í FÍ hélt fyrirlestur um hjarta Íslands og fjallaskíðaferðir. Inga Dora Markussen hefur leitt undirbúningsvinnu á Grænlandi ásamt góðum félögum og Reynir Traustason og Stefán Magnússon hreindýrabóndi hafa unnið að stuðningi þessa verkefnis hér heima. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra er verndari verkefnisins.




