Útideildin er verkefni fyrir útivistarfólk í meðalgóðu gönguformi sem vill hittast reglulega og stunda skemmtilega og fjölbreytta útivist á besta tíma ársins.
Sigurjón Pétursson ljósmyndari verður með sýningu af slóðum Árbókar 2019, einnig verður Gísli Óskarsson með frásögn af dagsferð sem lengdist í annan endann. Myndaslýning í minningu Jóhannesar Jónssonar, rafvirkja.
Ferðafélag unga fólksins hefur farið vel af stað á þessum vetri og metþátttaka var í fjölsóttri göngu á Akrafjall um helgina. Háskóli Íslands hefur átt gott samstarf við Ferðafélagið í þessari gönguseríu og vísindamenn eða vísindamiðlarar frá skólanum hafa reimað á sig gönguskóna með okkar fólki.
Aðalfundur Ferðafélags Íslands var haldinn í gær. Ólafur Örn Haraldsson flutti skýrslu stjórnar en árið 2018 var sérlega viðburðaríkt hjá félaginu og fjölmörg verkefni sem félagið sinnti á árinu. Skálarekstur er sem fyrr umfangsmesti hluti starfseminnar en kjörsvið félagsins eru skálarekstur, ferðir, útgáfa og fræðsla.
Ég byrjaði að fara í ferðir með Ferðafélagi barnanna þegar Signý dóttir mín var fjögurra ára. Þá hafði ég sjálf aldrei gengið á fjöll en langaði að hún fengi áhuga á útivist og náttúrunni almennt.
Slæmt ástand er á gönguslóða frá Skógafossi á Skógaheiði að Fosstorfufossi og leggur Umhverfisstofnun til að sá gönguslóði verði lokaður tímabundið eða þar til aðstæður breytast.
Á næstu vikum mun Ferðafélag Íslands bjóða upp á ferðakynningarkvöld þar sem fararstjórar fara yfir skipulag ferða og sýna myndir. Spennandi ferðir verða kynntar í máli og myndum á skýran og skorinorðan hátt. Kynningarnar verða haldnar í risi FÍ, Mörkinni 6, hefjast ávallt kl. 20 og taka aðeins um klukkustund.