Fréttir

Fjallagarpar Ferðafélags barnanna

Það var Ferðafélagi barnanna mikill heiður að afhenda stórum hópi duglegra og kátra barna viðurkenningarskjal sem Fjallagarpar Ferðafélags barnanna að aflokinni Esjugöngu um helgina. Það hefur verið ótrúlega gaman að ganga með þessum brosmildu og kátu krökkum á sex fjöll og við hlökkum til að hitta þau og aðra krakka aftur í vor þegar við höldum verkefninu áfram!

WFR námskeið - Vettvangshjálp í óbyggðum, örfá sæti laus

Námskeiðið Vettvangshjálp í óbyggðum / Wilderness First Responder (WFR) er 76 klst. sérhæft námskeið í vettvangshjálp, ætlað þeim sem starfa fjarri almennri bráðaþjónustu og gætu verið í þeirri aðstöðu að bera ábyrgð á hópi eða sjúklingi. Af þeim sökum hentar námskeiðið til dæmis vel þeim sem eru leiðsögumenn í óbyggðum.

Gestir og gangandi í náttúrunni

Ferðafélag Íslands og Rauði krossinn bjóða upp á fjórar göngur í október, í og við Reykjavík þar sem nýir Íslendingar eru boðnir velkomnir.

Lokanir skála á hálendinu

Það styttist í vetraraðstæður á hálendinu og verið er að vinna að lokunum skála á Laugaveginum. Langidalur í Þórsmörk verður opinn til 1. október en opið verður áfram í Landmannalaugum.

Hrafntinnusker - vinnuferð í vetrarveðri

Tólf manna vinnu­hóp­ur á veg­um Ferðafé­lags Íslands fór í vinnu- og frá­gangs­ferð í Hrafntinnu­sker um helg­ina. Farið var með efni og aðföng á fimm jepp­um og tveim­ur vöru­bíl­um með krana. Einnig voru grafa og haugsuga með í för. Mun fleiri komu að und­ir­bún­ingi ferðar­inn­ar með margs kon­ar efn­isút­veg­un og snún­ing­um.

75 ára aldursmunur á yngsta og elsta göngugarpi

Gengið var í öllum landshlutum í Lýðheilsugöngum FÍ sl. miðvikudag og verðum þeim göngum haldið áfram alla miðvikudaga nú í september. „Þátttakan var framúrskarandi góð sl. miðvikudag, við áætlum að um 3 þúsund manns hafi tekið þátt í göngunum víðsvegar um landið,“ segir Ólöf Sívertsen verkefnastjóri Lýðheilsugangna FÍ.

Tökum haustinu fagnandi

Hver árstíð hefur sinn sjarma. Nú þegar sumri fer að halla tekur haustið við með sínu einstaka litrófi.  Við hvetjum fólk til að reima á sig skóna og anda að sér fersku fjallalofti í haustdýrðinni.  En um leið hvetjum við alla til að fylgjast vel með veðurspám og kynna sér færð á vegum og sérstaklega ef þarf að fara yfir ár og vöð.

Lýðheilsugöngur FÍ - gengið í öllum landslutum í september

Gengið verður í öllum landslutum í september í Lýðheilsugöngum FÍ. Um er að ræða ókeypis göngur vítt og breitt um landið.

Eldri og heldri borgarar í Þórsmörk

Eldri og heldri borgarar áttu góða ferð í Þórsmörk í nýliðinni viku þar sem allir áttu góða og skemmtilega stund í Mörkinni. „Upplifðu Þórsmörkina“ ferð eldri og heldri borgara

Áttaviti FÍ - Gekk reglulega 22km til að komast í sturtu

Gestur þáttarins að þessu sinni er Jóhann Kári Ívarsson skálavörður í einum afskekktasta skála ferðafélagsins, Hrafntinnuskeri sem er í um 1.100m hæð. Jóhann hefur starfað sem skálavörður síðan 2012 þar af lengstum í Hrafntinnuskeri.