Gestur okkar í Áttavitanum að þessu sinni er Hjalti Björnsson. Hann fer hér yfir þau mikilvægu grunnatriði sem fólk þarf að hafa í huga við útivist, hvað varðar eigið öryggi og annarra og einnig hvernig er best að bera sig að við að koma sér af stað í göngu- og fjallamennsku.
Háfjallakvöld þar sem Vatnajökull er í brennidepli verður haldið þriðjudagkvöldið 24. apríl í stóra sal Háskólabíós. Fyrirlestrarnir eru í boði Vina Vatnajökuls og Ferðafélags Íslands og í samstarfi við Félag íslenskra fjallalækna (FÍFL).
Annar þáttur Áttavita Ferðafélags Íslands er kominn í loftið. Að þessu sinni ræðir Bent Marinósson við Döllu Ólafsdóttur og Matthías Sigurðarson, umsjónarmenn Ferðafélags barnanna.
Í tilefni vorhátíðar Kötlu jarðvangs bjóða Eldvötn - samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi til málþings á sumardaginn fyrsta,19. apríl, kl. 13-16:30 í félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri.