Fréttir

Aðalfundur FÍ 15. mars

Aðalfundur Ferðafélags Íslands verður haldinn 15. mars næstkomandi í sal FÍ, Mörkinni 6 og hefst stundvíslega kl. 20.

Að dvelja í skála að vetrarlagi

Félagar í Ferðafélaginu geta sótt um aðgang að skálum félagsins að vetrarlagi. Enginn skálavörður er í þeim, nema í Landmannalaugum. Stefán Jökull Jakobsson er umsjónarmaður þeirra. Best er að allir reyni að skilja við skálana í betra ásigkomulagi en þeir voru í áður.

Allt um tröllaörnefni

Fjallað verður um tröllaörnefni og framhaldslíf goðanna á fyrirlestri Nafnræðifélagsins næsta laugardag 24. febrúar. Fyrirlesturinn hefst kl. 13:15 og er haldinn í stofu 101 í Lögbergi í Háskóla Íslands.

Gönguleiðir í Barðastrandarhreppi

Miðvikudaginn 7. mars kl. 20 leiðir Elva Björg Einarsdóttir, höfundur bókarinnar Barðastrandarhreppur - göngubók, fólk um sveitina sína og kynnir göngur á svæðinu og segir því hvers vegna það ætti að leggja leið sína þangað. Kynningin fer fram í risinu í húsnæði FÍ Mörkinni 6.

Metþátttaka í fjallaverkefnum FÍ

Mikill áhugi er fyrir fjallaverkefnum Ferðafélags Íslands á nýbyrjuðu ári og eru þau nú flest nærri fullbókuð. Áhugasamt göngufólk hefur flykkst í hina ýmsu fjalla- og hreyfihópa sem eiga það sammerkt að vera lokuð verkefni sem snúast um reglulegar fjallgöngur og heilsubót.

Kennir fólki að átta sig á GPS

Hilmar Már Aðalsteinsson kennir fólki allt um GPS tæki. Námskeiðin hans eru feykivinsæl.

Fjallaskíði eru algjör snilld

Fjallaskíði gefa nýja vídd í skíðasportið segir Helgi Jóhannesson leiðsögumaður. Frábærar fjallaskíðaferðir eru í boði hjá FÍ. Þær njóta mikilla vinsælda.

Fjörður og fjöllin í Grýtubakkahreppi

Í sumar verður á dagskrá FÍ glæný ferð um Fjörður og Látraströnd undir leiðsögn Hermanns Gunnars Jónssonar sem þekkir svæðið á milli Eyjafjarðar og Skjálfanda eins og lófann á sér.

Hrollvekjandi ganga á Úlfarsfell!

Drottning íslensku hrollvekjunnar, Yrsa Sigurðardóttir, verður heiðursgestur vikulegrar fimmtudagsgöngu FÍ á Úlfarsfell, 25. janúar.

John Snorri umsjónarmaður FÍ Ung

Dagskrá Ferðafélags unga fólksins, FÍ Ung, fyrir árið 2018 er komin út og þar er að finna tíu áhugaverðar ferðir af ýmsum toga; dagsferðir, óvissuferð og nokkurra daga ferðir um hálendi Íslands.