Fréttir

Rauður kall á Laugaveginum

Góð vísa er aldrei of oft kveðin. Það er mjög mikilvægt fyrir ferðamenn að vera vel búnir í ferðum sínum um hálendið. Göngufatnaður, hlífarfatnaður, bakpoki, nesti, gps tæki og fjarskiptabúnaður er nauðsynlegur í allar lengri ferðir. Þá er mikilvægt að kynna sér veðurspá, þekkja leiðina og aðstæður og skilja eftir ferðaáætlun á www.safetravel.is

Fossarnir í Hvalá og Eyvindarfjarðará - einstök ferð í Árneshrepp

Ferðafélag Íslands býður upp á einstaka ferð á fyrirhugað virkjanasvæði neðan Ófeigsfjarðarheiðar dagana 10. - 13. ágúst. Lagt er upp með að sýna þátttakendum í ferðinni umrætt svæði á hlutlausan hátt þannig að hver og einn geti myndað sér skoðun á þessum virkjanakosti byggða á eigin upplifun. Þátttakendur koma sér á eigin vegum til Norðurfjarðar fimmtudaginn 10. ágúst. Gist verður í tvær nætur að Valgeirsstöðum en eina nótt á á fyrirhuguðu virkjanasvæði. Gengið verður upp með Eyvindarfjarðará og að Eyvindarfjarðavatni og Hvalárvötnum og fossaraðir í í Hvalá og Eyvindarfjarðará skoðaðar, meðal annars fossinn Drynjandi. Þátttakendur heimsækja Kaffi Norðurfjörð og Kört og ganga á fjöll í Árneshreppi, þ.e. Urðartind og Töflu.

Ferðafélag Akureyrar stofnað 1936

Ferðafélag Akureyrar (FFA) var stofnað þann 8. apríl 1936. Var það fyrsta deildin í Ferðafélagi Íslands (FÍ) utan Reykjavíkur. FFA beitti sér frá upphafi einkum fyrir ferðum um Norðurland en auk þess hefur oft verið farið á vegum félagsins í aðra landshluta og stöku sinnum erlendis.

Ný fjögurra þátta röð um 90 ára sögu Ferðafélags Íslands

Fyrsti þáttur nýrrar þáttaraðar um 90 ára sögu Ferðafélags Íslands verður frumsýndur á Hringbraut í kvöld klukkan 21:30, en þar fræðir sjónvarpsmaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson áhorfendur sína um ferðamennsku hér á landi, allt frá landnámi til okkar daga. Alls eru þættirnir fjórir og allir á dagskrá á Hringbraut á fimmtudögum kl 21:30 fram í fyrstu vikuna í ágúst.

Ferðafélaginn, 90 ára afmælisrit Ferðafélags Íslands, er komið út

Ferðafélaginn, 90 ára afmælisrit Ferðafélags Íslands, er komið út. Sneisafullt af fróðleik, upplýsingum og sögum af kraftmiklum og lífsglöðum félagsmönnum sem eiga án efa eftir að hafa jákvæð og hvetjandi áhrif á lesendur.

Lýðheilsugöngur FÍ - samstarf við VÍS

Ferðafélag Íslands og VÍS hafa skrifað undir samstarfssamning varðandi Lýðheilsugöngur FÍ sem boðið verður upp á í öllum sveitarfélögum landsins í september. Göngurnar eru einn af hápunktum á afmælisári FÍ en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu.

Vegprestar á Laugaveginum

Ferðafélag Íslands, Umhverfisstofnun og Rangárþing ytra hafa í samstarfi sett upp vegvísa á Laugaveginum sem vísa göngufólki leið að næstu skálum til beggja átta og segja til um vegalengdir. Alls verða settir upp 24 vegvísar á leiðinni sem er 55 km. löng.

Árbók FÍ 2017

Árbók Ferðafélags Íslands kemur nú út í nítugasta sinn. Í ár er Ísafjarðardjúp til umfjöllunar. Um Djúpið hefur verið fjallað einu sinni áður, árið 1949 þegar Jóhann Hjaltason skrifaði um Norður-Ísafjarðarsýslu, þar með talda Jökulfirði og Hornstrandir. Um þau ævintýralönd fjallaði Guðrún Ása Grímsdóttir í árbókinni 1994.

Arion bakhjarl Ferðafélags Íslands

Undirritaðir voru á dögunum samningar milli Ferðafélags Íslands og Arion banka þess efnis að bankinn verði aðalsamstarfsaðili og bakhjarl FÍ næstu þrjú árin.

Undur Þórsmerkur

Félagar í Ferðafélagi Íslands fá 10% afslátt á stuttu námskeiði sem haldið verður núna á laugardaginn um náttúru og gönguleiðir í Þórsmörk.