Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélags Íslands, hefur leitt félagið á miklum breytingatímum. Hann segir sterkar rætur og frjóa sprota vera lykilinn að farsæld félagsins.
Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélagsins, fjallar um nafngiftir í Friðlandinu að Fjallabaki á fundi hjá Nafnfræðifélaginu næstkomandi laugardag 11. nóvember.
FÍ hefur ákveðið að ráða sérstaka göngustjóra til vinnu á Laugaveginum næsta sumar. Hlutverk þeirra verður að ganga á milli skála, aðstoða göngufólk, leiðbeina og fræða.
Verið er að vinna að kærkominni yfirhalningu á skála Ferðafélags Íslands í Hvítárnesi við Hvítárvatn á Kili. Hvítárnesskálinn er einn fallegast skáli félagsins en jafnframt sá elsti, byggður 1930.