Ný fjögurra þátta röð um 90 ára sögu Ferðafélags Íslands
13.07.2017
Fyrsti þáttur nýrrar þáttaraðar um 90 ára sögu Ferðafélags Íslands verður frumsýndur á Hringbraut í kvöld klukkan 21:30, en þar fræðir sjónvarpsmaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson áhorfendur sína um ferðamennsku hér á landi, allt frá landnámi til okkar daga. Alls eru þættirnir fjórir og allir á dagskrá á Hringbraut á fimmtudögum kl 21:30 fram í fyrstu vikuna í ágúst.