Ferðafélag Íslands leitar að skálavörðum til starfa í Landmannalaugum í sumar. Leitað er eftir starfsfólki úr röðum félagsmanna á aldrinum 30 ára og eldri sem getur starfað í að minnsta kosti í þrjár vikur yfir sumartímann.
Fremur snjólítið er að Fjallabaki þessa dagana og vetrarferðalangar eru hvattir til að fara þar varlega. Stefán Jökull Jakobsson, umsjónarmaður skála Ferðafélagsins, tók meðfylgjandi myndir á ferð sinni um Fjallabak í síðustu viku þar sem hann hugaði að fjallaskálunum og kannaði snjóalög.
Heimsfrægir fjallgöngugarpar verða gestir á sérstöku Háfjallakvöldi Ferðafélags Íslands sem haldið verður í Hörpu, sunnudagskvöldið 12. mars. Tilefnið er 90 ára afmæli FÍ á árinu.
Ferðafélag Íslands hefur í samvinnu við VÍS unnið að áhættumati fyrir fjölmargar gönguleiðir á Íslandi og er þeirri vinnu haldið áfram. Vinnan felst í því að kortleggja þær hættur sem við er að etja, sem geta auðvitað verið fjölmargar, sérstaklega þegar ferðast er að vetrarlagi.