Tómas Guðbjartsson, hjartalæknir, verður sérstakur gestur hinnar vikulegu heilsubótargöngu FÍ á Úlfarsfell á morgun, fimmtudag kl. 17:45. Göngurnar eru opnar og ókeypis.
Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari býður áhugasömum að koma með sér í ævintýralega göngu upp í grunnbúðir Everest í mars á næsta ári. Kynningafundur verður haldinn á fimmtudaginn.
Fólk á fjöllum er ný bók eftir blaðamanninn og fararstjórann Reyni Traustason. Í bókinni er sagt frá ferðaævintýrum sex íslenskra útivistargarpa sem allir eiga það sameiginlegt að vera félagar í Ferðafélagi Íslands.
Ferðafélag barnanna fór í sína árlegu vetrarferð um síðustu helgi þar sem tekið var forskot á jólasæluna og rykinu dustað af jólalögunum og föndurdótinu.