Fréttir

Fræðslukvöld með snjóflóðaþema

Göngu-, fjallaskíða- og vélsleðafólk er boðið velkomið á ókeypis fræðslukvöld með snjóflóðaþema fimmtudaginn 13. október.

Ný skálavarðahús tekin í notkun

Í sumar hefur verið unnið að byggingu tveggja nýrra húsa fyrir skálaverði Ferðafélags Íslands, annars vegar í Álftavatni og hins vegar í Hrafntinnuskeri.

Prufugöngur Bakskólans

Bakskóli FÍ stendur er með opnar göngur út þessa vikuna fyrir alla til að koma og prufa. Allir eru velkomnir

Sprettfiskar og kuðungakrabbar

Sumum finnst skemmtilegast að tína skeljar og steina, á meðan aðrir vilja veiða sprettfiska og velta við steinum til að skoða marflær. Fjaran er ævintýraheimur fyrir alla. Á dögunum fór Ferðafélag barnanna í fjörurannsóknarleiðangur út í Gróttu.

Göngur fyrir fólk með stoðkerfisvandamál

Bakskóli Ferðafélags Íslands byrjar í næstu viku og stendur til jóla. Um er að ræða göngur, sund, jóga og léttar fjallgöngur fyrir fólk með bakvandamál og ýmis önnur stoðkerfisvandamál svo sem verki í mjöðmum eða liðagigt. Verkefnið hentar líka eldri borgurum.

Opnar göngur Biggest Winner

Göngu- og útivistarverkefnið Biggest Winner byrjar í næstu viku og fyrstu vikuna er öllum velkomið að koma og taka þátt og máta sig við hópinn. Fyrstu tvær göngurnar verða farnar kl. 18 frá Morgunblaðshúsinu, annars vegar næsta þriðjudag 20. september og hins vegar næsta fimmtudag 22. september.

Skálar í vetrardvala

Byrjað er að loka skálum Ferðafélags Íslands á hálendinu fyrir veturinn en nokkrir skálar verða þó opnir eitthvað aðeins fram eftir hausti og einn að mestu leyti í allan vetur.

Gengið á góða spá

​Í september verður framhald á skemmtilegu opnu útivistarverkefni Ferðafélags Íslands sem ber nafnið Gengið á góða spá.

Á slóðum Konrads Maurer

Ferðafélag Íslands hefur nú þrjú ár í röð staðið fyrir fræðsluferðum þar sem leitast er við að feta í fótspor Konrads Maurers sem ferðaðist um Ísland árið 1858.

94 ára leiðsögumaður í Landmannalaugum

Stór hópur eldri borgara frá Selfossi kom við í Landmannalaugum fyrir skemmstu á hálendisferð um Fjallabak nyrðra. Leiðsögumenn hópsins vöktu athygli og þóttu standa sig afburðavel. Annar þeirra er 94 ára og hinn 85 ára.