Fréttir

Harmsaga Agnesar

Glæný og afar forvitnileg sögu- og fræðsluferð verður í apríl um Norðurland þar sem farið verður um heimaslóðir Agnesar Magnúsdóttur og örlagasaga hennar sögð. Þetta er sannkölluð menningarferð þar sem hinn þaulreyndi fararstjóri og leikstjóri, Sigrún Valbergsdóttir, leiðir för og varpar ljósi á örlagasögu Agnesar og Natans Ketilssonar.

FÍ sýning hjá Toyota

Ferðafélag Íslands hitar upp fyrir göngusumarið með veglegri og skemmtilegri ferðakynningu fyrir alla fjölskylduna á Toyotasýningu sem haldin verður í Kauptúni á laugardaginn á milli kl. 12 og 16.

FÍ bækur á Bókamarkaði

Hægt verður að gera kostakaup á vel völdum bókum útgefnum af FÍ á Bókamarkaði Félags íslenskra bókaútgefenda sem hefst um helgina.

Brot úr 90 ára sögu FÍ

Fyrsta fræðslu- og myndakvöld Ferðafélags Íslands verður haldið núna á miðvikudagskvöldið 15. febrúar. Yfirskriftin er Brot úr 90 ára sögu FÍ.

FÍ sérkjör í ævintýraferð til Grænlands

Í tilefni af 90 ára afmæli Ferðafélags Íslands bjóðast félögum í FÍ sérstök afsláttarkjör í mikla ævintýraferð til Grænlands dagna 2.-13. september 2017. Flogið er til Grænlands og siglt með íslensku skemmtiferðaskipi um marga af fegurstu stöðum Grænlands áður en siglt er heim til Íslands.

Sjúkratöskur á FÍ tilboði

Félagar í Ferðafélagi Íslands fá í febrúar sérstakan 25% afslátt af sjúkratöskum. Töskurnar koma í fimm stærðum og henta í öll ferðalög, í dagsferðir eða í fjallajeppann.

Störnuskoðun með Sævari Helga

Stjörnu- og norðurljósaferð Ferðafélags barnanna hefur verið frestað um sólarhring eða til laugardagskvöldsins 28. janúar. Betur viðrar til himinskoðunar á laugardaginn en á föstudaginn og verður haldið að Kaldárseli í Hafnarfirði til að horfa til himins.

Gengið á góða spá: Ingólfsfjall

Spáð er góðu veðri á laugardaginn og þá verður tækifærið notað til að ganga á Ingólfsfjall undir merkjum verkefnisins Gengið á góða spá. Allir eru velkomnir.

​Ferðaáætlun FÍ 2017

Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands fyrir árið 2017 verður dreift til landsmanna 6. janúar n.k.

Fjallaverkefni og hreyfihópar FÍ

Um áramót stígum við á stokk og strengjum þess heit að bæta okkur á margs konar máta. Bestu áramótaheitin sameina góðan félagsskap og heilnæma hreyfingu. Fjalla- og hreyfihópar FÍ uppfylla einmitt þessi skilyrði og margir þessara hópa hefjast núna eftir áramót. Kynningarfundir hefjast strax í næstu viku, sjá hér að neðan.