Uppbygging FÍ í óbyggðum er yfirskriftin á fræðslu- og myndakvöldi Ferðafélagsins sem haldið verður fimmtudagskvöldið 17. nóvember kl. 20 í sal FÍ, Mörkinni 6.
Lokað verður á skrifstofu Ferðafélags Íslands þriðjudaginn 8. nóvember vegna starfsdags starfsfólks FÍ. Opnum aftur kát og hress kl. 9 á miðvikudagsmorgun.
Fyrstu æfingar FÍ Landvætta standa öllum opnar til að koma og prufa, sjá næstu æfingar hér að neðan. Athugið að hámarksþátttaka í verkefninu eru 40 manns og það saxast hratt á plássin.
Ferðafélagið býður upp á opnar og ókeypis göngur á Úlfarsfell kl. 17:45 á hverjum fimmtudegi til jóla undir leiðsögn Reynis Traustasonar, rithöfundar og blaðamanns.
Ásýnd Hrafntinnuskers breyttist örlítið um síðustu helgi þegar nýju skálavarðahúsi var komið niður við hlið Höskuldsskála. Nýja húsið er 40 fermetrar og breytir allri aðstöðu á svæðinu.
Í tilefni af 125 ára afmæli sínu hefur Kaupfélag Skagfirðinga ákveðið að gefa öllum félagsmönnum sínum, ríflega þúsund manns, fallega öskju sem inniheldur þrjár árbækur FÍ um Skagafjörð.
Nýlega kom út vegleg göngubók og kort um Barðastrandarhrepp við norðanverðan Breiðafjörð. Þar er fallegt gönguland með kjarri vöxnum dölum, tignarlegum fjöllum, gulum sandi og eyjum sem lóna úti fyrir.
Í tilefni af 90 ára afmæli Ferðafélags Íslands á næsta ári er félagsmönnum FÍ boðið að kaupa vandaða Marmot göngujakka og göngupeysu á sérstöku afmælistilboði.