Harmsaga Agnesar
23.02.2017
Glæný og afar forvitnileg sögu- og fræðsluferð verður í apríl um Norðurland þar sem farið verður um heimaslóðir Agnesar Magnúsdóttur og örlagasaga hennar sögð. Þetta er sannkölluð menningarferð þar sem hinn þaulreyndi fararstjóri og leikstjóri, Sigrún Valbergsdóttir, leiðir för og varpar ljósi á örlagasögu Agnesar og Natans Ketilssonar.




