Mýrar brúaðar með nýrri aðferð
12.07.2016
Gönguleiðir á Íslandi liggja víða yfir mýrlendi þar sem oft myndast djúpar og ljótar slóðir og fólk þarf að vaða drullu langt upp á ökla. Nú hefur Ferðafélag Akureyrar, FFA, hins vegar fundið nýja aðferð til að leggja göngubrýr yfir mýrar og votlendi.