Fréttir

Laugavegurinn og Torfajökulsaskjan

Fjallað verður um Laugaveginn og Torfajökulsöskjuna í fortíð, nútíð og framtíð á fræðslu- og myndakvöldi Ferðafélags Íslands, miðvikudagskvöldið 13. apríl kl. 20.

Aukanámskeið í GPS notkun

​Vegna mikillar eftirspurnar verður boðið upp á aukaframhaldsnámskeið í GPS notkun, miðvikudaginn 13. apríl.

Hönnun á göngubrú yfir Markarfljót lokið

Hönnun á útliti göngubrúar yfir Markarfljót við Húsadal lauk nú í mars og jafnframt eru viðeigandi útboðsgögn tilbúin fyrir brúargerðina.

Á gönguskíðum um landið

Tuttugu manna hópur FÍ Landvætta gekk á gönguskíðum um 25 km leið frá Sigöldu í Landmannalaugar síðasta laugardag og til baka á sunnudag.

Herðubreið og Holuhraun á ferðakynningakvöldi

Ferðafélag Íslands hefur í vetur staðið fyrir ferðakynningarkvöldum til að kynna nokkrar af þeim ferðum sem boðið er upp á næsta sumar.

Hættur á Hengilsvæðinu kortlagðar

Hitaholur geta verið varasamar fyrir vetraferðalanga því oft myndast holrúm eða svokallaður holsnjór sem er sérstaklega varasamur fyrir þá sem ferðast um á vélsleðum eða jeppum.

Opið í Þórsmörk og Landmannalaugum um páskana

​Skrifstofa Ferðafélags Íslands er lokuð yfir páskahátíðina. Opnum aftur þriðjudaginn 29. mars.

Á laugardaginn: Fjallaskíðaferð á Botnssúlur

Fyrirhugaðri fjallaskíðaferð á Eyjafjallajökul núna á laugardaginn 19. mars hefur verið breytt í fjallaskíðaferð á Botnssúlur. Nokkur pláss eru laus í ferðina og áhugasamir eru hvattir til að mæta á undirbúningsfund í dag, fimmtudag kl. 17:45 í risinu fyrir ofan skrifstofur FÍ, Mörkinni 6.

Aðalfundur Ferðafélags Íslands

Aðalfundur Ferðafélags Íslands verður haldinn fimmtudagskvöldið 17. mars. Fundurinn fer fram í sal Ferðafélagsins í Mörkinni 6 og hefst stundvíslega kl. 20. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.

Vínland og hörfun jökla: Fræðslukvöld FÍ

Kvöldið er tvískipt. Fyrstur tekur til máls Páll Bergþórsson, fyrrverandi Veðurstofustjóri, en hann ætlar að fjalla um Landnámstilraunir á Vínlandi. Næstur á stokk er Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur á Veðurstofu Íslands, sem ætlar að fræða gesti um hörfun íslenskra jökla undanfarna áratugi