Fréttir

Að ljósmynda norðurljós

Hvernig á að ljósmynda norðurljósin? Lærðu allt um það á námskeiði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Á námskeiðinu læra þátttakendur að stilla myndavélarnar til að ljósmynda norðurljós að næturlagi, stilla fókus, ISO, lokunarhraða, ljósop og hvernig á að velja fylgihluti.

Opnar æfingar hjá FÍ Landvættum

Ferðafélag Íslands hefur stofnað æfingahópinn FÍ Landvætti og fyrst um sinn eru æfingarnar opnar öllum til að koma og prufa en hópurinn æfir saman einu sinni í viku.

Skálavörður í Landmannalaugum í vetur

Sú nýbreytni verður tekinn upp í vetur að skálavörður á vegum Ferðafélags Íslands verður staðsettur í Landmannalaugum meira eða minna alla vetrarmánuðina.

Umbætur á Laugaveginum

Miklar lagfæringar hafa verið gerðar á gönguleiðinni um Laugaveginn í sumar og áætlanir eru uppi um enn frekari umbætur á næsta ári.

Skálalokun í haust

Nú þegar líður inn í haustið verður skálum Ferðafélags Íslands lokað hverjum á fætur öðrum.

Hvaða sveppi má borða?

Best er að tína sveppi síðsumars og á haustin en áður en haldið er á sveppamó er víst best að kunna að greina æta sveppi frá þeim eitruðu!

Ljósmyndaferð í Landmannalaugar

Þriggja daga ljósmyndaferð um eitt fallegasta svæði landsins, Landmannalaugar. Gengið um svæðið og myndir teknar af litríku umhverfinu við mismunandi birtuskilyrði.

Ferðafélag Íslands stofnar FÍ UNG, ferðafélag unga fólksins

FÍ UNG hefur það markmið að hvetja ungt fólk á aldrinum 18 - 25 ára að ferðast um og kynnast landinu, vera úti í náttúrunni í góðum og skemmtilegum félagsskap.

Fjórar nýjar ferðabækur

Ferðafélag Íslands gaf í sumarbyrjun út fjórar brakandi nýjar og spennandi ferðabækur: Árbók um Vestur-Húnavatnssýslu, gönguleiðarit bæði um Hellismannaleið á Landmannaafrétti og Almannaveg yfir Ódáðahraun og svo ljósmyndabók um Laugaveginn.

Seiðmagn óbyggðanna - ný bók frá Ferðafélagi Íslands

Seiðmagn óbyggðanna, ferðaþættir eftir Gerði Steinþórsdóttur, er ný bók Ferðafélags Íslands sem kom út ú sumarbyrjun.  Í bókinni eru 35 ferðaþættir þar sem segir frá gönguferðum víða um byggðir og óbyggðir Íslands og í fáeinum þáttum víkur sögunni til annarra landa. Flestir birtust þættirnir í Morgunblaðinu undir samheitinu Á slóðum Ferðafélags Íslands.      Gerður hefur langa reynslu af óbyggðaferðum og átti um árabil sæti í stjórn Ferðafélags Íslands.      Í bókinni eru liðlega 100 myndir og mörg kort af gönguleiðum. Hún er 260 blaðsíður. Oddi prentaði. Bókin færst í helstu bókaverslunum og á skrifstofu Ferðafélags Íslands.