Fréttir

Ferðafélag Íslands styður hugmyndir um þjóðgarð á hálendi Íslands

Stjórn Ferðafélags Íslands styður að hálendi Íslands verði friðlýst og gert að þjóðgarði. Markmiðið með friðlýsingu hálendis Íslands og helstu áhrifasvæða þess sem þjóðgarðs er að vernda náttúru hálendisins, s.s. landslag, lífríki og jarðmyndanir, og menningarminjar þess.

Vetrarlíf í Landmannalaugum

Landmannalaugasvæðið býr yfir mögnuðum náttúrutöfrum - hvort sem er að vetri eða sumri. Og margir eru svo heillaðir af vetrarfegurð svæðisins að þeir vilja helst ekki heimsækja staðinn á öðrum árstímum.

Landvættur 2017?

​Æfingahópur FÍ Landvætta snýst um fjölbreytta líkamsrækt með áherslu á útivist og langtímamarkmið. Þátttakendur taka þátt í fjórum þrautum á einu ári, þ.e. skíðagöngu, hjólreiðum, útisundi og fjallahlaupi og öðlast að því loknu sæmdarheitið Landvættur.

Fótfrár og þrautseigur á Grímannsfell 20. febrúar

Fjall mánaðarins: Fótfrár og Þrautseigur. - 20. febrúar verður gengið á Grímannsfell í Mosfellsdal sem er 482 m. sem er staðsett austast í Mosfellsdal.

Allt um Skaftárhlaup

Fjallað verður um Skaftárhlaup í gegnum tíðina og afleiðingar þeirra á næsta mynda- og fræðslukvöldi Ferðafélags Íslands sem haldið verður miðvikudagskvöldið 17. febrúar kl. 20 í sal FÍ, Mörkinni 6.

Kynningar á ferðum næsta sumars

Næstu þrjá mánuði mun FÍ kynna nokkrar af þeim ferðum sem boðið verður upp á næsta sumar á sérstökum kynningarkvöldum þar sem fararstjórar segja frá ferðunum og sýna myndir.

Fjallaskíða- og gönguskíðaferðir

​Mikil vakning er í skíðaiðkun landsmanna. Á undanförnum árum hafa fjölmargir uppgötvað frelsi fjallaskíðanna þar sem gengið er upp fjöll með skinn undir skíðum og skíðað niður í ósnortnum snjó.

Frá snuði upp í staf!

Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2016 er komin út, stútfull af ferðum af öllu tagi og fátt annað að gera en að draga fram gönguskóna, reima þá á sig vel og vandlega og halda út í yndislega íslenska náttúru og góða, fjölbreytta íslenska veðrið.

Stjörnu- og norðurljósaskoðun nk. laugardag

Af hverju eru stjörnur mismunandi á litinn og hvers vegna sjást norðurljósin bara stundum?

Óbyggðirnar kalla....

​Talsverður snjór er á hálendi Íslands þessi misserin eins og hefðbundið er á þessum árstíma. Djúpur snjór liggur til dæmis yfir ölllu Fjallabaki eins og meðfylgjandi mynd sýnir en myndin er tekin í Hvanngili um síðustu helgi.