Ferðafélag Íslands styður hugmyndir um þjóðgarð á hálendi Íslands
09.03.2016
Stjórn Ferðafélags Íslands styður að hálendi Íslands verði friðlýst og gert að þjóðgarði. Markmiðið með friðlýsingu hálendis Íslands og helstu áhrifasvæða þess sem þjóðgarðs er að vernda náttúru hálendisins, s.s. landslag, lífríki og jarðmyndanir, og menningarminjar þess.




