Fréttir

Ferðafélag Íslands kynnir áhættumat fyrir fjölmargar gönguleiðir

Undanfarin  ár hefur orðið sprenging í ástundun Íslendinga í gönguferðir og almenna útivist um allt land. Ferðafélag Íslands hefur undanfarna mánuði í samvinnu við tryggingafélagið VÍS unnið að gerð áhættumat fyrir allar helstu gönguleiðir Esjunnar, með það fyrir augum að upplýsa göngufólk sem ætlar að ganga á Esjuna um þær hættur sem þau mega búast við á viðkomandi gönguleið.  Á höfuðborgarsvæðinu sjáum við það best í aukinni ásókn fólks í að ganga upp á Esjuna. Fyrir nokkrum árum fóru að meðaltali 4-5 þúsund manns upp á Esjuna á ári hverju en í dag er sá fjöldi kominn í 20-30 þúsund manns. Aukin ásókn í ýmsar gönguleiðir Esjunnar hefur leitt til þess að tíðni slysa á göngufólki hefur aukist á einhverri af fjölmörgu gönguleiðum í fjallinu, allt frá því að vera minniháttar yfir í mjög alvarleg slys. Aðrar þættir sem hafa þar áhrif er að göngufólk er misreynt og staðarkunnugt um hættur í fjallinu á gönguleiðunum. Auk þess hefur borið á því að fólk hefur ekki verið nógu vel útbúið fyrir gönguleiðirnar miða við aðstæður og vedur í fjallinu.  Áhættumatið gengur út á hverri gönguleið í skipt niður í ákveðna hluta og mögulegar hættur í hverju hluta greindur. Síðan er líkurnar á hættunni og alvarleika hennar metin með því að reikna út ákveðna vátölu fyrir viðkomandi hættusvæði. Fyrir aftan hverja vátölu getur svo fólk séð til hvaða forvarnaaðgerða skal grípa til þegar gengið er um viðkomandi svæði. Þannig getur göngufólk séð hvar hætturnar í gönguleiðinni liggja og varast þær um leið. Áhættumat þetta er unnið i kjölfar á því að Ferðafélag Íslands er í innleiðingarferli á Vakanum – umhverfis- og gæðastjórunarferli Ferðamálastofu.    Ferðafélagið vill með  vinnu við áhættumati þessu sýna frumkvæði í efla öryggi í gönguferðum á Íslandi og því geta allir sem vilja ganga á Esjuna nálgast áhættumatið á heimasíðu félagsins. Markmið félagsins er að gert verði áhættumat fyrir allar skipulagðar gönguferðir á vegum félagsins og er sú vinna með vinsælustu ferðirnar nánast lokið. Það sýn félagins að vera leiðandi í bættri öryggismenningu/öryggisvitund fólks er snýr að gönguferðum og annarri útivist. Þetta er framlag Ferðafélagsins í að efla áherslur á öryggismál enn frekar í sinni starfsemi og mun þessi vinna halda áfram að þróast á næstunni. Ferðafélagið og VÍS vona að aðrir aðilar innan ferðaþjónustunnar  geti nýtt sér þessa vinnu og fetað í sömu fótspor.  

Magnaður leiðangur á Sveinstind - ferðasaga

Ferðafélag Íslands stóð fyrir leiðangri á Sveinstind um sl. helgi.  Leiðin er krefjandi og fjölbreitt ganga og Sveinstindur  2044m.,  næst hæsti tindur Öræfajökuls og er í austurbrún öskjunnar. Fáfarin útsýnisleið um hrikalegt umhverfi hárra fjalla og skriðjökla. Veðurspá var góð og rættist hún vel. Sól og hægur vindur var allan daginn.

Skálaverðir í alla skála FÍ á Laugaveginum

Skálaverðir eru nú komnir í alla skála FÍ á Laugaveginum. Aðstæður á gönguleiðinnni eru almennt góðar þrátt fyrir mikil snjóalög á fyrsta og öðrum legg leiðarinnar til og frá Hrafntinnuskeri.  Fjallabaksvegur upp Fljótshlið er enn lokaður vegna snjóa en fylgjast má á vef vegagerðarinnar hvernær vegurinn opnar.

Sumarsólstöðuganga á Botnssúlur - Vestursúlu

Ferðafélag Íslands stendur fyrir sumarsólstöðugöngu á Vestursúlu föstudaginn 21. júní.  Brottför frá Mörkinni 6 kl. 19 og staðið á hæstu tindum í nágrenni Reykjavíkur um miðnætti.

Bakskóli FÍ næstu ferðir

Bakskóli FÍ fimmtudaginn 20. júní  hópurinn við afleggjarann að Helgadal, næstu beygju til hægri áður en komið er að Gljúfrasteini í Mosfellsdal, þar bíður fararstjóirinn og haldið í sameiningu að bílastæði þaðan sem gengið er á Grímarsfell. 

Leggjarbrjótur 17. júní

Ferðafélag Íslands stendur fyrir hinni árlegu göngu um Leggjarbrjót 17. júní nk. Fararstjóri er Leifur Þorsteinsson höfundur Gönguleiða úr Hvalfjarðarbotni.  Frábær gönguleið í hátíðlegu umhverfi Þingvalla.

Árbókarferð um Norðausturland

Árbókarferð um Norðausturland22.–23. júní 2013 Fararstjóri: Hjörleifur Guttormsson höfundur árbókar FÍ 2013Verð í ferðina er kr. 15.000/ 18.000 ( miðað við brottför frá Egilsstöðum ) Innifalið: Rúta, gisting, fararstjórnTilboð í flug: Reykjavík - Egilsstaðir - Reykjavík er kr. 26.300 og bókast og greiðist sérstaklega. Árbókarsvæðið nær meðal annars yfir Vopnafjörð, Langanesströnd, Þórshöfn og Langanes, Þistilfjörð, Melrakkasléttu, Núpasveit, Öxarfjörð og Hólsfjöll. Afréttum og fjalllend viðkomandi byggðarlagai einnig lýst  í árbókinni. Ferðatilhögun: 2ja daga rútuferð frá Egilsstöðum norður um Vopnafjörð, Langanes, Þistilfjörð, Sléttu, Núpasveit, Öxarfjörð og Hólsfjöll og til baka um þjóðveg 1 í Egilsstaði.  Fólk hafi með sér nestisbita fyrir báða dagana, en kostur gæfist til að kaupa hressingu á Vopnafirði (súpa) og kvöldverð og morgunverð á Ytra-Lóni. Hugsanlega léttan miðdegisverð á Hótel Norðurljósi á Raufarhöfn.  Fyrri dagur: Lagt af stað kl 10 f.h. frá Egilsstöðum (eftir komu morgunflugs frá Rvík). Ekið um Hellisheiði. Áning á völdum stöðum. Viðkoma í Kaupvangi Vopnafirði (ca. kl.14–15).  Gisting á Ytra-Lóni Langanesi. Árbókarkynning og árbókarkynning um kvöldið. Síðari dagur: Brottför 09 frá Ytra-Lóni. Skroppið út að Heiði. Síðan um Þórshöfn, vestur Þistilfjörð, til Raufarhafnar og út fyrir Sléttu. Stans síðdegis í Ásbyrgi. Upp með Jökulsá að austan að Dettifossi. Viðkoma á Grímsstöðum og Biskupshálsi og síðan sem leið liggur í Egilsstaði, - fyrir síðasta flug suður.  Ábendingar um áningarstaði (yfirleitt stuttur stans) á leiðinni: Fyrri dagur: Landsendi yst í Jökulsárhlíð. Böðvarsdalur. Vindfell. Gljúfursá. Syðri-Vík. Refsstaður. Bustarfell. Hof. Kauptúnið á Tanga: Kaupvangur (súpa!), Leiðarhöfn. Selárdalslaug. Bakkafjörður (Höfn) – Steintún Skeggjastaðir Gunnólfsvík Þórshöfn – Ytra-Lón.  Síðari dagur: Heiði Langanesi Sauðanes Gunnarsstaðaás Svalbarð Rauðanes (ganga ca 1 klst.) Hófaskarð Raufarhöfn (Höfði, Hótel Norðurljós) Kópasker Byggðasafn N-Þing v/Snartarstaði Skinnastaður Ásbyrgi Dettisfoss Grímsstaðir Biskupsháls.  Þátttakendur skrái sig með góðum fyrirvara (minnst mánuði fyrir brottför). Þátttakendur af heimaslóðum geta  komið inn í ferðina á helstu áningarstöðum, þ.e. Vopnafirði, Bakkafirði og Þórshöfn, en yrðu að tilkynna sig ætli þeir að fá far með rútu.

Opnunarferð - Valgeirsstaðir í Norðurfirði 30. maí - 4. júní

Skálar Ferðafélags Íslands opna nú hver af öðrum.  Í mörgum skálum eru fóstrar sem annast opnun og lokun og sinna ýmsu viðhaldi í skálum.  Á Valgeirsstöðum í Norðurfirði er Jóhanna Heiður Gestsdóttir fóstri ásamt fjölskyldu sinni.

Sumarljósmyndakeppni Ferðafélags barnanna

Nú fara allir út að taka myndir af einhverju tengdu útilífi og senda uppáhaldsmyndirnar sínar í sumarljósmyndakeppni Ferðafélags barnanna. Skemmtilegir ferðavinningar í boði.

Útilífsdagur barnanna í Skagafirði

Útieldun, ratleikur, þrautir, ævintýraleikir og fleira og fleira á Útilífsdegi barnanna í Skagafirði 7. júlí. Þetta verður frábær fjölskyldudagur þar sem tilgangurinn er að vekja áhuga barna á útilífi og auðvitað skagfirskri náttúru í leiðinni!