Fréttir

Aukanámskeið í GPS notkun

​Vegna mikillar eftirspurnar verður boðið upp á aukaframhaldsnámskeið í GPS notkun, miðvikudaginn 13. apríl.

Hönnun á göngubrú yfir Markarfljót lokið

Hönnun á útliti göngubrúar yfir Markarfljót við Húsadal lauk nú í mars og jafnframt eru viðeigandi útboðsgögn tilbúin fyrir brúargerðina.

Á gönguskíðum um landið

Tuttugu manna hópur FÍ Landvætta gekk á gönguskíðum um 25 km leið frá Sigöldu í Landmannalaugar síðasta laugardag og til baka á sunnudag.

Herðubreið og Holuhraun á ferðakynningakvöldi

Ferðafélag Íslands hefur í vetur staðið fyrir ferðakynningarkvöldum til að kynna nokkrar af þeim ferðum sem boðið er upp á næsta sumar.

Hættur á Hengilsvæðinu kortlagðar

Hitaholur geta verið varasamar fyrir vetraferðalanga því oft myndast holrúm eða svokallaður holsnjór sem er sérstaklega varasamur fyrir þá sem ferðast um á vélsleðum eða jeppum.

Opið í Þórsmörk og Landmannalaugum um páskana

​Skrifstofa Ferðafélags Íslands er lokuð yfir páskahátíðina. Opnum aftur þriðjudaginn 29. mars.

Á laugardaginn: Fjallaskíðaferð á Botnssúlur

Fyrirhugaðri fjallaskíðaferð á Eyjafjallajökul núna á laugardaginn 19. mars hefur verið breytt í fjallaskíðaferð á Botnssúlur. Nokkur pláss eru laus í ferðina og áhugasamir eru hvattir til að mæta á undirbúningsfund í dag, fimmtudag kl. 17:45 í risinu fyrir ofan skrifstofur FÍ, Mörkinni 6.

Aðalfundur Ferðafélags Íslands

Aðalfundur Ferðafélags Íslands verður haldinn fimmtudagskvöldið 17. mars. Fundurinn fer fram í sal Ferðafélagsins í Mörkinni 6 og hefst stundvíslega kl. 20. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.

Vínland og hörfun jökla: Fræðslukvöld FÍ

Kvöldið er tvískipt. Fyrstur tekur til máls Páll Bergþórsson, fyrrverandi Veðurstofustjóri, en hann ætlar að fjalla um Landnámstilraunir á Vínlandi. Næstur á stokk er Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur á Veðurstofu Íslands, sem ætlar að fræða gesti um hörfun íslenskra jökla undanfarna áratugi

Ferðafélag Íslands styður hugmyndir um þjóðgarð á hálendi Íslands

Stjórn Ferðafélags Íslands styður að hálendi Íslands verði friðlýst og gert að þjóðgarði. Markmiðið með friðlýsingu hálendis Íslands og helstu áhrifasvæða þess sem þjóðgarðs er að vernda náttúru hálendisins, s.s. landslag, lífríki og jarðmyndanir, og menningarminjar þess.