Í dag 31. maí verður haldin heljarinnar útihátíð á Úlfarsfelli þar sem stefnt er að því að fá alls eittþúsund manns á fjallið í göngu sem hefst kl. 18, annars vegar frá bílastæði Skógræktarinnar við Vesturlandsveg og hins vegar frá bílastæði ofan byggðar í Úlfarsárdal.
Í júlí verður hægt að komast í skemmtilega ferð undir leiðsögn heimamanna um eyðibyggðir Langaness. Gengið er um friðsæla byggð sem var og eyðiþorp með mikla sögu, um lífleg fuglabjörg og út á ysta odda Langaness.
Málþing um ábyrga ferðamennsku sem ber yfirskriftina: Öxlum ábyrgð - Hvað get ég gert? verður haldið fimmtudaginn 4. maí, frá kl. 15-17 í sal FÍ, Mörkinni 6.
Miðvikudagskvöldið 3. maí verður haldinn kynningarfundur fyrir Hundrað hæstu verkefnið sem er ný og spennandi áskorun fyrir allt fjallafólk og felst í því að gengið er á öll hundrað hæstu fjöll Íslands.
Páskahelgin var nýtt til fullnustu í Þórsmörk þar sem hópur vaskra sjálfboðaliða gerði sér lítið fyrir og reif gamla pallinn við skálann og smíðaði nýjan!
Gestir og gangandi er nafn á gönguverkefni þar sem nýir og gamlir Íslendingar ganga saman um fjöll í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Farið verður í fjórar göngur nú á vormánuðum og allir eru velkomnir.