Í Ferðaáætlun FÍ 2018 verður að finna fjallaverkefni sem eiga það sammerkt að vera lokuð verkefni sem ganga út á reglulegar fjallgöngur, heilsubót og góðan félagsskap.
Í gær voru afhjúpuð fræðslu- og varúðarskilti á þremur stöðum við Esjurætur. Skiltin eru við vinsælustu gönguleiðina á fjallið, Þverfellshorn, við Kerhólakamb og við Skarðsá þar sem gengið er á Móskarðshnjúka.
Í árbók FÍ 1928 talar Sigurður Nordal meðal annars um nauðsyn þess að kenna Reykvíkingum að ferðast svo að það verði ..... öðrum landsmönnum til sem minnstra óþæginda og truflunar. Hjörleifur Guttormsson rifjaði þessi orð Sigurðar upp þegar hann var gerður að heiðursfélaga FÍ á afmælisfagnaði félagsins í gær.
„Við þurfum að þekkja landið til að elska það og virða og einmitt þar gegnir Ferðafélag Íslands afar mikilvægu hlutverki,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands í ávarpi sínu á 90 ára afmælisfagnaði FÍ sem haldinn var í Safnahúsinu seinnipartinn í dag.
Ferðafélag Íslands fagnar 90 ára afmæli sínu í dag. Félagið var stofnað með formlegum hætti þann 27. nóvember 1927 í svokölluðum Kaupþingssal í húsakynnum Eimskipafélags Íslands. Viðstaddir stofnun félagsins voru 63 fundargestir.