Fréttir

Páll Guðmundsson í Áttavitanum

Gestur okkar í fimmta þætti Áttavitans, hlaðvarps ferðafélagsins, er Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Í þættinum ræða þeir Páll og Bent um ferðafélagið vítt og breitt. Allt frá stofnun félagsins til dagsins í dag.

Náttúran í húfi

Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir og stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands, hefur verið ötull baráttumaður fyrir verndun fossana í Ófeigsfirði. „Þessa fossa mætti alveg eins kalla Gullfossa Strandanna,“ segir Tómas og vísar þá í fegurð þeirra og hve verðmætir þeir eru fyrir svæðið og ferðamennsku framtíðarinnar.

Árbók FÍ 2018 í prentsmiðju

Árbók Ferðafélags Íslands 2018 er nú í prentsmiðju. Greiðsluseðlar vegna árgjalds FÍ árið 2018 eru komnir í heimabanka félagsmanna og berast á næstu dögum í pósti.

Skálaverðir gera sig klára fyrir sumarið

Á föstudaginn var haldinn fyrri hluti námskeiðs fyrir verðandi skálaverði hjá Ferðafélagi Íslands. Á námskeiðinu var m.a. fjallað um starfsemi Ferðafélagsins, öryggismál á fjöllum, ræstingar og þrif og í lok dagsins var fjallað um eldvarnir og notkun slökkvitækja. Alls tóku 25 verðandi skálaverðir þátt í námskeiðinu.

Lokað eftir hádegi

Í dag, fimmtudaginn 24. maí, verður skrifstofa Ferðafélagsins lokuð frá kl. 12 til 17 vegna starfsmannaferðar.

Snjókoma stoppar ekki sjálfboðaliða

Öflugir sjálfboðaliðar létu smá snjókomu ekki stoppa sig í vinnuferð í Þórsmörk um síðustu helgi.

Fjallaskíðamennska í Áttavitanum

Gestir okkar að þessu sinni eru þeir Helgi Jóhannesson hæstaréttarlögmaður og stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands og Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir og einnig stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands. Þeir eru miklir áhugamenn um fjallaskíðamennsku og settust niður með okkur og fræddu um þessa frábæru útivist sem fjallaskíðamennskan er.

Fjallagarpaverkefni Ferðafélags barnanna

Nýtt og spennandi verkefni á vegum Ferðafélags barnanna, rúllar af stað 9. maí þegar gengið verður á Úlfarsfell.

Fræðslukvöld FÍ og Fjallakofans

Fjölbreytt fræðslukvöld verður haldið þriðjudagkvöldið 8. maí þar sem meðal annars verður fjallað um nýjungar í nærfatnaði, skíðum, gönguskóm og jöklabúnaði.

Fjör hjá FÍ Ung

Ferðafélag unga fólksins hefur staðið fyrir viðburðum annan hvern sunnudag í vetur. Í sumar verður farið í þrjár lengri göngur.